Tæplega tvö þúsund háskólamenntuð án vinnu í október

Atvinnuleysi meðal háskólafólks hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu

29.11.2019

Í október síðastliðnum voru samtals 1.983 háskólamenntaðir einstaklingar skráðir án atvinnu, 1.106 konur og 877 karlar, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Í október í fyrra voru samtals 1.213 háskólamenntuð skráð án atvinnu en í janúar á þessu ári var fjöldinn 1.447. Atvinnuleysi meðal háskólafólks hefur þannig aukist jafnt og þétt undanfarna tólf mánuði. Háskólamenntuð voru rúmlega fjórðungur (26%) af heildarfjölda atvinnulausra í október og er það svipað hlutfall og verið hefur undanfarna mánuði. 

Mynd – Skráð atvinnuleysi eftir menntunarhópum

Atvinnuleysi_oktober_2019Heimild: Vinnumálastofnun

BHM hefur ítrekað lýst áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi meðal háskólamenntaðs fólks og hvatt stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að sporna gegn þeirri þróun (sjá t.d. hér).