Chat with us, powered by LiveChat

Þjónustuskrifstofa FHS hlýtur regbogavottun

Markmiðið með vottuninni er að gera starfsemina hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og öll sem þiggja þjónustuna

28.6.2022

  • Regnbogavottun-logo-hlid

Þjónustuskrifstofa FHS, sem er sameiginlegur rekstur fimm aðildarfélaga BHM, hlaut á dögunum Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Markmiðið með vottuninni er að gera starfsemina hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Þjónustuskrifstofa FHS er  fyrsta skrifstofa verkalýðshreyfingarinnar til að hljóta þessa vottun.

Regnbogavottunin byggir á sambærilegum vottunarferlum og hjá t.d. Human Rights Campaign, Stonewall UK og RFSL í Svíþjóð þar sem skilyrði eru sett um að stefnur fyrirtækja nefni hinsegin fólk og að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð. Til þess að bæta starfsumhverfið sem og þjónustuna fyrir hinsegin fólk er fræðsla um hinsegin málefni og ríkjandi viðmið í samfélaginu. Einnig er leitað leiða til að gera starfsemina hinseginvænni.

Ferlið sjálft felur í sér spurningalista um starfsstaðinn, úttekt á skrifstofurýminu, fræðslu fyrir starfsfólk og endurgjöf. Aðgerðaáætlun Þjónustuskrifstofu FHS er í ellefu liðum og verður endurskoðuð árlega.

Félögin sem eiga aðild að Þjónustuskrifstofu FHS eru Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.


Fréttir