Þjónustuver BHM lokað fyrir almennar heimsóknir út vikuna

Ráðgjafar sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall

24.9.2020

  • COVID-19: Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn og reiknivél
    Upplýsingar fyrir félagsmenn um COVID-19
    Hér má finna hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM um ýmis réttindamál á vinnumarkaði sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Einnig má hér nálgast reiknivél sem reiknar út laun félagsmanna ef starfshlutfall þeirra er skert og þeir fá hlutabætur frá Vinnumálastofnun á móti.

Til að bregðast við þriðju bylgju COVID-19 var Þjónustuver BHM lokað fyrir almennar heimsóknir dagana 21.-23. september. Vegna þess að ekki hefur dregið úr nýjum smitum verður Þjónustuverið áfram lokað fyrir almennar heimsóknir út vikuna. Ákvörðun verður tekin um framhaldið þann 28. september nk. eftir því hvernig stjórnvöld hafa náð tökum á útbreiðslu veirunnar.

Sem fyrr sinna ráðgjafar erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall milli kl. 9:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 og 13:00 föstudaga. Ákvörðun þessi er gerð með velferð starfsmanna og félagsmanna að leiðarljósi og til að tryggja órofinn rekstur BHM.


Fréttir