Þjónustuver BHM opnar á ný

BHM virðir samfélagssáttmálann

14.5.2020

 • bhm_myndir_fyrir_heimasidu-19

Vegna þeirra tilslakana sem sóttvarnarlæknir hefur kynnt verður þjónustuver BHM opnað fyrir félagsmenn mánudaginn 25. maí nk. Eftir að hafa afgreitt erindi félagsmanna gegnum síma, tölvupóst og netspjall á meðan þjónustuverið var lokað vegna COVID-19 eru félagsmenn boðnir velkomnir í hús frá og með 25. maí nk.

Enn er neyðarstig, vinnum saman og förum varlega

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því fylgir BHM leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda um viðeigandi sóttvarnarráðstafanir.

Fólk sem kemur í þjónustuverið er beðið um að vinna með okkur að því að gæta hreinlætis með því að þvo hendur og spritta þegar við á, auk þess að halda tveggja metra fjarlægð við aðra gesti og starfsfólk.

Munum að við erum öll almannavarnir og virðum Samfélagssáttmálann sem gildir í vor og sumar.

Samfélagssáttmáli
         - í okkar höndum

 • Þvoum okkur um hendur
 • Sprittum hendur
 • Munum 2 metra fjarlægð
 • Sótthreinsum sameiginlega snertifleti
 • Verndum viðkvæma hópa
 • Hringjum í heilsugæsluna ef við fáum einkenni
 • Tökum áfram sýni
 • Virðum sóttkví
 • Virðum einangrun
 • Veitum áfram góða þjónustu
 • Miðlum traustum upplýsingum
 • Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað