Þjónustuver BHM opnar á ný fyrir almennar heimsóknir

Ráðgjafar sinna einnig erindum gegnum síma, tölvupóst og og netspjall

28.9.2020

 • Einnota hlífðargríma
  Hlifdargrima

Nú gengur þriðja bylgja COVID-19 yfir og vegna aðstæðna var lokað fyrir almennar heimsóknir í Þjónustuver í síðustu viku. Nú hefur verið opnað fyrir almennar heimsóknir á ný en við minnum félagsmenn aðildarfélaga á að bylgjan er ekki gengin niður og þarf því að gæta ýtrustu varúðar í heimsóknum og nota spritt og grímur. 

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að senda fyrirspurnir til ráðgjafa gegnum síma, tölvupóst og netspjall. Ráðgjafar eru við á milli kl. 9:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 og 13:00 föstudaga.

Ákvarðanir þessar eru teknar með velferð starfsmanna og félagsmanna að leiðarljósi og til að tryggja órofinn rekstur BHM. Þjónustuver gæti því lokað aftur þegar nýjar upplýsingar um stöðuna á faraldrinum og samkomutakmarkanir verða birtar. 

BHM bendir á leiðir til þess að verja sig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum sem birt eru á vefnum Covid.is:

 • Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Landlæknir hefur gefið út myndbönd sem útskýra mikilvægi handþvottar sem hluta af sóttvörnum, smelltu hér  fyrir lengri útgáfuna og hér fyrir styttri útgáfu. 
 • Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna og kerruhandföng í matvöruverslunum.

Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.

 • Forðastu að bera hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
 • Þrífðu oftar fleti sem eru mikið notaðir.
 • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur.
 • Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
 • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög.
 • Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa sem ekki fela í sér snertingu. 

Fréttir