Þjónustuver BHM opnar fyrir almennar heimsóknir á ný

24.8.2020

  • bhm_myndir_fyrir_heimasidu-19

Þjónustuver BHM opnar fyrir almennar heimsóknir þriðjudaginn 25. ágúst.

Ráðgjafar sinna áfram erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall milli kl. 9:00 og 16:00 alla virka daga. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta þessar samskiptaleiðir. 

Vegna COVID-19 sóttvarnaraðgerða þurfa félagsmenn sem mæta í Þjónustuver BHM í Borgartúni 6 að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Félagsmenn mæti ekki í Borgartún 6 ef þeir eru með flensulík einkenni.
  2. Handþvottur og sprittun er lykilatriði í sóttvörnum. Félagsmenn eru beðnir að spritta sig þegar komið er inn í BHM.
  3. Félagsmenn tilkynna komu sína til ráðgjafa í þjónustuveri með því að skrá sig í gegnum rafrænt innskráningarborð sem er í afgreiðslu BHM á 3. hæð.
  4. Virða skal 2ja metra regluna.
  5. Boðið verður upp á grímu og hanska fyrir þá sem þess óska.

Fréttir