Þjónustuver BHM tekur til starfa

15.1.2018

  • 20180115_105840

Bandalag háskólamanna hefur sett á stofn þjónustuver sem veitir félagsmönnum aðildarfélaga upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofskosti o.fl. Það er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og hefur þegar tekið til starfa. Markmiðið með stofnun þjónustuvers er m.a. að samræma þjónustu við félagsmenn og tryggja skilvirkni hennar og gæði.

Breytingin gagnvart félagsmönnum felst einkum í því að þjónustan er nú miðlæg, þ.e. allir sjóðir hafa eitt og sama símanúmerið og félagsmenn hafa val um fleiri samskiptaleiðir en áður. Þeir geta haft samband við þjónustuverið gegnum síma, netspjall, tölvupóst eða á staðnum. Kjósi félagsmaður að leita eftir þjónustu á staðnum (Borgartúni 6, 3. hæð) byrjar hann/hún á því að velja tegund þjónustu á snertiskjá í biðrými þjónustuversins og slá þar inn upplýsingar um sjálfa(n) sig. Síðan bíður hann/hún eftir því að ráðgjafi kalli upp nafn hans/hennar.

Þjónustuverið er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar um þjónustuver BHM, sjóði og styrki.


Fréttir