Þjónustuveri enn á ný lokað fyrir almennum heimsóknum

Ráðgjafar sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall

4.10.2020

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020 , verður þjónustuveri BHM lokað fyrir almennum heimsóknum frá og með mánudeginum 5. október. Ráðgjafar þjónustuvers sinna erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall milli kl. 9:00 og 16:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 og 13:00 föstudaga. Ákvörðun þessi er tekin með velferð starfsmanna og félagsmanna að leiðarljósi og til að tryggja órofinn rekstur BHM.


Fréttir