Þórunn endurkjörin formaður BHM til tveggja ára

Samþykkt á aðalfundi bandalagsins í gær að lækka árgjald félagsmanna til BHM

24.5.2019

 • bhm_adalfundur_2019_a-16
 • bhm_adalfundur_2019_a-10
 • bhm_adalfundur_2019_a-3
 • bhm_adalfundur_2019_a-13
 • bhm_adalfundur_2019_a-15
 • bhm_adalfundur_2019_a-12
  Frá aðalfundi BHM sem fram fór á Hótel Reykjavík Natura 20. maí 2019.
 • bhm_adalfundur_2019_a-9
 • bhm_adalfundur_2019_a-4
 • bhm_adalfundur_2019_a-8
 • bhm_adalfundur_2019_a-14
 • bhm_adalfundur_2019_a-18
 • bhm_adalfundur_2019_a-5
 • bhm_adalfundur_2019_a-6
 • bhm_adalfundur_2019_a-7
 • bhm_adalfundur_2019_a-11
 • bhm_adalfundur_2019_a-2
 • bhm_adalfundur_2019_a-17
 • bhm_adalfundur_2019_a-1
 • bhm_adalfundur_2019_b-68

Þórunn Sveinbjarnardóttir var í gær endurkjörin formaður BHM til tveggja ára á aðalfundi bandalagsins sem haldinn var á Hótel Reykjavík Natura. Samtals var kjörið í 21 trúnaðarstöðu og embætti innan bandalagsins á fundinum. 

Fyrir lá tillaga frá uppstillingarnefnd BHM sem m.a. stillti upp sitjandi formanni, Þórunni Sveinbjarnardóttur, í embætti formanns. Á fundinum kom fram mótframboð gegn henni. Fundarmenn þurftu því að kjósa milli tveggja frambjóðenda til formanns en frambjóðendur til annarra embætta samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar voru sjálfkjörnir. Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, bauð sig fram gegn sitjandi formanni og fór kosningin þannig að Maríanna hlaut 49 atkvæði en Þórunn 70 atkvæði. Hún var fyrst kjörin formaður BHM árið 2015 og er því að hefja sitt þriðja kjörtímabil í embætti.

Árgjald félagsmanna verður 0,17% af heildarlaunum

Af öðrum ákvörðunum fundarins má nefna að samþykkt var að lækka árgjald félagsmanna til BHM frá og með næstu áramótum. Árgjald félagsmanna er nú 0,18% af heildarlaunum en verður 0,17% frá og með 1. janúar 2020. Þá var umsókn Prestafélags Íslands um aðild að bandalaginu samþykkt. 

Lagabreytingar afgreiddar á framhaldsaðalfundi

Til stóð að afgreiða tillögur til breytinga á lögum bandalagsins á aðalfundinum í gær en ákveðið var að vísa þeim til sérstakrar fimm manna nefndar. Þá verður boðað til framhaldsaðalfundar innan mánaðar eða eigi síðar en 1. júlí þar sem tillögurnar verða til afgreiðslu.

Samtals sátu aðalfundinn rúmlega 150 fulltrúar aðildarfélaga BHM, auk starfsfólks bandalagsins og formanns Prestafélags Íslands.

Eftirtalin voru sjálfkjörin í trúnaðarstöður og embætti innan BHM á aðalfundinum:

Stjórn BHM, meðstjórnendur til tveggja ára:

 • Alda Hrönn Jóhannsdóttir, SL
 • Laufey Elísabet Gissurardóttir, ÞÍ
 • Þorkell Heiðarsson, FÍN

Varamenn í stjórn BHM:

 • Kristmundur Þór Ólafsson, FÍF
 • Kjartan Hreinsson, DÍ

Skoðunarmenn reikninga:

 • Helga Kolbeinsdóttir, FRG
 • Reynir Örn Jóhannsson, FH

Skoðunarmenn reikninga, varamaður:

 • Kristinn Karlsson, FÍF

Kjara- og réttindanefnd:

 • Anna María Frímannsdóttir, SÍ
 • Hjalti Einarsson, FRG

Jafnréttisnefnd

 • Heiða Björk Jósefsdóttir, KVH
 • Páll Haukur Björnsson, SÍM

Uppstillingarnefnd:

 • Ása Sigríður Þórisdóttir, FÍF
 • Gunnhildur Gunnarsdóttir, SÍ
 • Ína Björg Hjálmarsdóttir, FÍN
 • Jóngeir Hlinason, KVH
 • Sigurður Trausti Traustason, FRG

Uppstillingarnefnd, varamenn:

 • Unnur Pétursdóttir, FS
 • Kristín Færseth, FPR

Fulltrúi í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM:

 • Péter Szklenár, KVH

 

 


Fréttir