Þrenna í boði BHM

Viðburðir í streymi vikuna 31. mars - 2. apríl

27.3.2020

  • Álfrún Örnólfsdóttir
    AlfrunOrnolfsdottir
  • Linda Dögg Guðmundsdóttir
    ⃝Lindadogggudmundsdottir
  • Hrund Þrándardóttir
    HrundThrandardotti

Bandalag háskólamanna býður upp þrjá fróðlega og skemmtilega viðburði í opnu streymi á þessum tímum heimavinnu, heimakennslu og sóttkvíar. Njótið heil! 

Námskeið í Teams

Í streymi þriðjudaginn 31. mars kl. 10:00
Linda Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur í skýjalausnum hjá Sensa, sýnir og segir frá því hvernig Teams er notað.
Sjá nánari lýsingu hér í viðburðadagatali.  

 

Foreldrið á heimaskrifstofunni: Er hægt að sinna og vinna?

Í streymi miðvikudaginn 1. apríl kl. 10:00
Hrund Þrándardóttir hjá Sálstofunni fjallar um hvernig á að fara að.
Sjá nánari lýsingu hér í viðburðadagatali

 

Fjölskyldujóga með Álfrúnu

Í streymi fimmtudaginn 2. apríl kl. 10:00
Álfrún Örnólfsdóttir jógakennari og leikkona verður með leikandi létt fjölskyldujóga ásamt dætrum sínum.
Sjá nánari lýsingu hér í viðburðadagatali.  

Allir viðburðirnir verða aðgengilegir á streymisveitu BHM í þrjá daga í kjölfarið.