Til hamingju með daginn, ljósmæður!

LMFÍ fagnar aldarafmæli í dag, 2. maí 2019

2.5.2019

Í dag fagnar Ljósmæðrafélag Íslands , sem er eitt aðildarfélaga BHM, 100 ára afmæli en það var stofnað 2. maí árið 1919. Félagið er með elstu fag- eða stéttarfélögum landsins og það elsta innan BHM. Það fékk aðild að bandalaginu árið 1998.

BHM óskar Ljósmæðrafélagi Íslands og öllum ljósmæðrum til hamingju með aldarafmælið.