Tilkynning frá Sjúkrasjóði BHM um breyttar úthlutunarreglur

Helstu breytingar reglnanna snúa að dánarbótum, tækni- og glasafrjóvgun og sjúkradagpeningum.

14.1.2021

Sjúkrasjóður BHM tilkynnir að úthlutunarreglum sjóðsins hefur verið breytt.
Nýjar reglur má nálgast á þessum hlekk: Úthlutunarreglur frá og með 1. janúar 2021.

Helstu breytingar á úthlutunarreglunum eru eftirfarandi:

  • Bætt hefur verið við grein um dánarbætur, gr. 11.b. Dánarbætur vegna fráfalls barns sjóðfélaga. Greiddar eru dánarbætur að upphæð kr. 350.000 vegna andláts barns sjóðfélaga yngra en 18 ára. Réttur til greiðslu dánarbóta fyrnist ef ekki er sótt um þær innan 24 mánaða frá dánardegi. Bætur eru greiddar til lögerfingja. Ef báðir foreldrar eru sjóðfélagar greiðast bætur einungis til annars sjóðfélaga“.
  • Sjúkradagpeningar vegna veikinda barns eru nú að hámarki 3 mánuðir. Áður var reglan sú að sjúkradagpeningar voru greiddir í allt að 2 mánuði, en stjórn sjóðsins var heimilt að framlengja sjúkradagpeninga um einn mánuð til viðbótar.
  • Sjúkradagpeningar vegna óvinnufærni sjóðfélaga eru nú að hámarki 4 mánuðir. Áður var reglan sú að sjúkradagpeningar voru greiddir í allt að 4 mánuði en stjórn sjóðsins var heimilt að framlengja sjúkradagpeninga um einn mánuð til viðbótar.

Fréttir