Chat with us, powered by LiveChat

Tilkynning frá Styrktarsjóði BHM

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur og taka þær gildi frá og með fimmtudeginum 12. nóvember 2020

12.11.2020

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur og taka þær gildi frá og með 12. nóvember 2020. Greiðsla sjúkradagpeninga fyrir nóvembermánuð tekur mið af nýjum reglum.

Helstu breytingar miðað við núgildandi reglur eru sem hér segir:

  • Upphæð sjúkradagpeninga skal nema 80% af grunni inngreiðslna í sjóðinn síðustu 8 mánuði áður en launagreiðslur í veikinda- eða slysaforföllum hættu eða skertust, þó að hámarki kr. 713.000 á mánuði. Áður gilti eftirfarandi regla: Mánaðargreiðsla miðast við starfshlutfall við upphaf veikinda. Greiddar eru að hámarki 400.462 kr. í sjúkradagpeninga á mánuði, þ.e. 18.480 kr. fyrir hvern virkan dag í 21,67 daga á mánuði
  • Líkamsræktarstyrkur verður nú kr. 20.000. Áður var hann 12.000 kr.
  • Gleraugnastyrkur verður nú kr. 30.000 og endurnýjast réttur til styrks 24 mánuðum eftir að hann er greiddur. Áður var styrkurinn kr. 20.000 og endurnýjaðist 36 mánuðum eftir greiðslu styrks.
  • Þá hefur reglu um styrk vegna tannviðgerða verið breytt og er nú eftirfarandi: Greitt er 15% af útlögðum kostnaði vegna tannviðgerða þegar kostnaður er kominn umfram kr. 120.000. Heildarkostnaður hverrar umsóknar þarf að vera að lágmarki kr. 120.000. Með hverri umsókn þarf að fylgja einn eða fleiri reikningar sem dagsettir eru á sl. 12 mánuðum miðað við umsóknardag.
  • Hægt er að sækja um oftar en einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili frá greiðslu styrks, en hámarksstyrkur er kr. 200.000. Hreinar fegrunaraðgerðir eru undanskildar.


Sjá nánar í þessu skjali um nýjar úthlutunarreglur. 


Fréttir