Starfsemi þjónustuvers BHM í maí og tilslakanir stjórnvalda

Stjórnvöld hafa boðað tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá og með 4. maí 2020.

4.5.2020

Áfram er neyðarstig almannavarna í gildi og því þarf að viðhalda sóttvarnarráðstöfunum og fylgja almennum leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda.

Starfsemi Þjónustuvers BHM í maímánuði

Viðbragðsáætlun BHM á neyðarstigi almannavarna kveður á um að sóttvarnir og aðgerðir skulu skipulagðar til að tryggja öryggi starfsmanna og viðhalda órofnum rekstri og starfsemi innan BHM. Jafnframt taka ákvarðanir um sóttvarnir mið af tilmælum sóttvarnarlæknis hverju sinni.

Því verður þjónustuver BHM áfram lokað fyrir almennar heimsóknir í maímánuði. Ráðgjafar sjóða sinna áfram erindum gegnum síma, tölvupóst og netspjall milli kl. 9:00 og 16:00 alla virka daga.

Tilslakanir stjórnvalda 

Samkomubann hefur verið rýmkað svo fjöldatakmörkun er nú 50 manns en með þeim skilyrðum að tveggja metra reglunni sé viðhaldið. Sjúkraþjálfarar hafa leyfi til að hefja störf að nýju. Í því felst m.a. að stofur sjúkraþjálfara opna og þjálfun hefst innan hjúkrunarheimila og dagdvala. Nánari upplýsingar um það hér.

Grunn- og leikskólar hefja hefðbundna starfsemi og ýmis önnur þjónusta getur hafist á ný, s.s. þjónusta á grunn- og leikskólastigi, hárgreiðslu- nudd- og snyrtistofur geta opnað á ný og tannlæknar geta tekið til starfa.

Á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi skal tryggt að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, nema um sé að ræða matvöruverslun eða lyfjaverslun. Þá eru ráðstefnur, málþing, fyrirlestrar, skemmtanir og fl. enn bannaðar. Nánar má lesa um tilslakanir stjórnvalda hér.

Hér eru leiðbeiningar ef smit kemur upp á vinnustað.