BHM leitar að sérfræðingi í almannatengslum og kynningarmálum í tímabundið starf

18.2.2020

 • auglysing_almannatengsl

Vegna aukinna verkefna á skrifstofu BHM óskar bandalagið eftir að ráða sérfræðing í almannatengslum og kynningarmálum í 50–75% tímabundið starf til níu mánaða.

Starfssvið

 • Fréttaskrif og önnur upplýsingamiðlun á vef BHM og samfélagsmiðlum.
 • Aðstoð við undirbúning og framkvæmd viðburða á vegum BHM.
 • Ýmis tilfallandi verkefni á sviði almannatengsla og kynningarmála.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Framúrskarandi íslenskukunnátta.
 • Reynsla af störfum við fjölmiðlun, almannatengsl eða kynningarmál.
 • Reynsla af vefumsjónarkerfum.
 • Reynsla af upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að vinna vel með öðru fólki.
 • Þekking á hlutverki stéttarfélaga og málefnum vinnumarkaðar er kostur.

Um er að ræða 50–75% starf, tímabundið til níu mánaða, frá 1. mars til 30. nóvember 2020.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal senda á netfangið starf@bhm.is.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem fram komi ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM (erna@bhm.is).

BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi við ráðningar.