Tvö bjóða sig fram til formanns BHM

Tilkynning frá framboðsnefnd BHM

1.3.2021

Framboðsnefnd BHM hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu:

„Framboðsnefnd BHM auglýsti nýlega eftir framboðum til trúnaðarstarfa innan bandalagsins. Niðurstöður liggja nú fyrir en kosið verður í viðkomandi stöður í aðdraganda næsta aðalfundar BHM, á fundinum sjálfum, á fulltrúaráðsfundum sjóða eða fundi formannaráðs bandalagsins.

Tvö gefa kost á sér í embætti formanns BHM, þau Friðrik Jónsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), og Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Fulltrúar á aðalfundi BHM, sem haldinn verður 27. maí nk., kjósa formann bandalagsins í rafrænni kosningu sem hefst tveimur vikum fyrir aðalfund og lýkur tveimur dögum fyrir fundinn. Framboðsnefnd BHM hefur kallað eftir kynningum frá frambjóðendum til birtingar á vef BHM.

Upplýsingar um nöfn frambjóðenda í aðrar trúnaðarstöður verða sendar út með aðalfundarboði sem samkvæmt lögum BHM skal senda út a.m.k. þremur vikum fyrir fundinn.“


Fréttir