Um 8% munur á heildarlaunum karla og kvenna innan BHM sem starfa hjá ríkinu

27.6.2018

  • mynd_laun_2017_bhm
    Smellið á myndina til að stækka hana

Dagvinnulaun félagsmanna BHM sem starfa hjá ríkinu námu að meðaltali um 607 þúsund krónum á mánuði árið 2017 og heildarlaunin að meðaltali um 718 krónum á mánuði, samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.  Karlar voru að meðaltali með um 641 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu en konur um 587 þúsund krónur og munar þar tæplega 10%. Þegar heildarlaun kynjanna eru borin saman kemur í ljós svipaður munur en þó eilítið minni. Meðalheildarlaun karla námu um 754 þúsundum á mánuði en kvenna tæplega 700 þúsundum á mánuði og munar þar tæplega 8%. Munurinn er um 650 þúsund á ári eða sem samsvarar tæplega einum mánaðarlaunum.