Útgáfu rits um sögu Orlofssjóðs BHM fagnað

8.9.2017

  • kapa
    OBHM

Út er komið yfirlitsrit um sögu Orlofssjóðs BHM eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Stjórn sjóðsins fagnaði útgáfunni í gær ásamt starfsfólki BHM, fulltrúum aðildarfélaga, fyrrverandi stjórnarmönnum og velunnurum sjóðsins.


Orlofssjóður BHM (sem upphaflega hét Orlofsheimilasjóður) var stofnaður haustið 1974. Þremur árum síðar, eða árið 1977, var hafist handa við að reisa fyrstu orlofshús sjóðsins í Brekkuskógi í Biskupstungum. Um þessar mundir eru því 40 ár liðin frá því að uppbygging hófst í Brekkuskógi en nú eru þar samtals 32 orlofshús, þjónustumiðstöð og margvísleg þjónusta fyrir sjóðfélaga.

Í tilefni af þessum tímamótum ákvað stjórn OBHM að láta taka saman yfirlit um sögu sjóðsins og var Friðriki G. Olgeirssyni sagnfræðingi falið að vinna verkið. Afraksturinn er ritið OBHM – Saga Orlofssjóðs Bandalags háskólamanna 1974–2016. Ritið er samtals 54 blaðsíður í A4-broti og er prýtt fjölda mynda, auk þess sem þar má finna ýmsan tölulegan fróðleik um starfsemi sjóðsins á tímabilinu.

Stjórn OBHM fagnaði í gær útkomu ritsins í Brekkuskógi með fulltrúum aðildarfélaga bandalagsins, starfsfólki BHM, fyrrverandi stjórnarmönnum og öðrum velunnurum sjóðsins.

DSCN2097DSCN2074DSCN2079DSCN2070DSCN2075DSCN2067DSCN2048DSCN2047DSCN2099Á neðstu myndinni má sjá núverandi stjórnarformann OBHM, Eyþóru K. Geirsdóttur, ásamt þremur fyrrverandi formönnum. Frá vinstri: Danfríður Skarphéðinsdóttir, Hreinn Hjartarson, Unnur V. Ingólfsdóttir og Eyþóra K. Geirsdóttir.