Vel sóttur upplýsingafundur um lífeyrismál

28.9.2016

  • upplfundur222
  • upplfundur
  • DSCN1772

Fjölmenni var á opunum upplýsingafundi sem BHM efndi til í gær um lífeyrismál, þótt boðað hefði verið til fundarins með skömmum fyrirvara. Markmið hans var að kynna félagsmönnum nýlegt samkomulag milli samtaka opinberra starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga um breytt fyrirkomulag lífeyrismála. Á fundinum fóru þau Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, fulltrúi BHM í viðræðuhópi um lífeyrismál, yfir aðdraganda og efni samkomulagsins og svöruðu spurningum fundarmanna. Fundurinn fór fram í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni í Reykavík.

Næstkomandi föstudag efnir BHM til opins upplýsingafundar um lífeyrismál á Akureyri fyrir félagsmenn norðan heiða. Þá er ráðgert að halda annan opinn upplýsingafund á höfuðborgarsvæðinu áður en langt um líður. Tíma- og staðsetning verða auglýst síðar.

Glærur frá upplýsingafundinum í gær má nálgast hér.


Fréttir