Verður samið fyrir sjómannadag?

Yfirlýsing frá formannaráði BHM vegna stöðu kjaraviðræðna

16.1.2020

  • IMGU-8067

Formannaráð Bandalags háskólamanna hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

Formannaráð BHM lýsir verulegri óánægju með stöðuna í kjaraviðræðum ríkis, borgar og sveitarfélaga við aðildarfélög bandalagsins og furðar sig á þeim seinagangi sem einkennir þær. Ósamið er við öll aðildarfélög sem eiga í viðræðum við Reykjavíkurborg og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Enn er ósamið við 14 aðildarfélög af 21 sem hafa átt í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Miðað við hægagang síðustu níu mánaða má spyrja hvort veturinn dugi til að ná kjarasamningum við hið opinbera. Verður samið fyrir sjómannadaginn árið 2020?


Fréttir