Við tökum vel á móti þér – sýning í tilefni af aldarafmæli LMFÍ

19.6.2019

  • vidtokum

„Við tökum vel á móti þér“ er yfirskrift sýningar sem nýlega var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 100 ára afmæli Ljósmæðrafélags Íslands. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. Að sýningunni standa Ljósmæðrafélag Íslands, Kvennasögusafn Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Ljósmæðrafélagið er elsta stéttarfélag faglærðra kvenna á Íslandi og eitt 27 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna.

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað 2. maí árið 1919. Stofnfundurinn fór fram á heimili Þórdísar Elínar Jónsdóttur Carlquist ljósmóður að Laugavegi 20 í Reykjavík. Þangað mættu samtals 20 ljósmæður þennan dag en þar af voru 10 nýútskrifaðar frá Yfirsetukvennaskólanum. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að efla hag ljósmæðra og standa vörð um kjör þeirra. Einnig að glæða áhuga þeirra og þekkingu á öllu því er að ljósmæðrastarfinu laut. 

Sýningin er á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu og verður opin út þetta ár.

Sjá einnig viðtal við formann LMFÍ sem tekið var í tilefni af aldarafmælinu .Fréttir