Vilhjálmur Hilmarsson ráðinn hagfræðingur Bandalags háskólamanna

1.7.2020

  • Vilhjálmur Hilmarsson
    VilhjalmurHilmarsson_minni

Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur BHM. Vilhjálmur er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í hagfræði frá sama skóla. Vilhjálmur starfaði áður sem sérfræðingur í greiningum hjá Samtökum iðnaðarins og sérfræðingur í kostnaðar- og ábatagreiningu á sviði samgangna hjá Mannviti verkfræðistofu.

Vilhjálmur hefur störf á skrifstofu BHM um miðjan ágúst. Hann tekur við af Georgi Brynjarssyni sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra þjónustuskrifstofu fimm aðildarfélaga BHM (Þjónustuskrifstofu FS).

Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er bandalag 27 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins voru um 14.800 í upphafi ársins 2020.