Opinn veffundur BHM um fjarvinnu háskólamenntaðra 10. mars

25.2.2021

  • veffundur_mynd_med_frett_2

Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur fjarvinna færst mjög í vöxt í nær öllum atvinnugreinum hér á landi. Þróunin hefur einkum og sér í lagi haft áhrif á starfsaðstæður og vinnuumhverfi háskólamenntaðra. 

Af þessu tilefni ætlar BHM að halda opinn veffund miðvikudaginn 10. mars nk. um fjarvinnu háskólamenntaðra undir yfirskriftinni „Vinn heima í dag“ – tækifæri og áskoranir tengd fjarvinnu háskólamenntaðra.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður könnunar meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM þar sem spurt er um ýmis atriði tengd fjarvinnu. Þá verður fjallað um tilhögun fjarvinnu á íslenskum vinnumarkaði almennt, tækifæri, áskoranir og álitamál, þar á meðal:

  • Hvernig er fjarvinnu háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði háttað?
  • Hvaða áhrif mun aukið umfang fjarvinnu hafa á stöðu þessa hóps?
  • Hverjar eru helstu áskoranirnar sem tengjast þróuninni?
  • Hvernig tryggjum við kjör- og réttindi háskólamenntaðra vegna fjarvinnu?
Fundurinn verður haldinn í Zoom (webinar) og opinn öllum þeim sem áhuga hafa. Smellið hér til að komast inn á fundinn.

Dagskrá

10:00 Setning

10:02 Reynslan af fjarvinnu í kófinu
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM

10:20 Þú ert á „mute“ – fjarvinna sérfræðinga í flóknum og krefjandi verkefnum
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Alvotech 

10:40 Viðbrögð: Áskoranirnar framundan
Ársæll Baldursson, formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands
Baldvin M. Zarioh, formaður Félags háskólakennara

11:00 Spurningar og svör
Þátttakendur fá tækifæri til að spyrja frummælendur og formenn

11:20 Fundarlok

Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Félags leikstjóra á Íslandi

Fréttir