Vinningshafi í iPad-leik BHM dreginn út

15.2.2017

  • ipadleikur2017

Daniel Már Bonilla, nemi í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, hlaut vinninginn iPad-leik Bandalags háskólamanna sem fram fór í tengslum við Framadaga háskólanna 2017. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, afhenti Daniel Má vinninginn í dag en það var forláta iPad-spjaldtölva.

Framadagar eru árlegur viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynna starfsemi sína fyrir háskólanemum. Eins og undanfarin ár var BHM með kynningarbás á Framadögum en viðburðurinn fór fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í síðustu viku. Fjölmargir háskólanemar komu við í kynningarbás BHM og fræddust um bandalagið, aðildarfélögin og þau margvíslegu réttindi og fríðindi sem fylgja aðild. Einnig gafst þeim kostur á að skrá nafn sitt og netfang á lista og fengu í kjölfarið sent boð um þátttöku í rafrænni viðhorfskönnun. Nöfn þeirra sem þreyttu könnunina voru sett í pott síðan var nafn heppins þátttakanda dregið út.