Fræðsluerindi: Ástand alþjóðamála

BHM stóð fyrir fræðsluerindi 21. janúar þar sem Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og fyrrverandi formaður BHM,fór yfir stöðu alþjóðamála og hvernig hnattræn spenna, átök og veiking alþjóðakerfisins geta haft bein og óbein áhrif á íslenskt samfélag, vinnumarkað og réttindi launafólks.
Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og fyrrverandi formaður BHM og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.

Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og fyrrverandi formaður BHM og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.

Erindið markaði mikilvægt skref í því að efla þekkingu og umræðu innan BHM um alþjóðlega þróun og mikilvægi þess að heildarsamtök launafólks taki virkan þátt í stefnumótun á þessum sviðum.

Á vettvangi samstarfsnets norrænna samtaka launafólks NFS, sem BHM, BSRB og ASÍ eiga aðild að, er umræða um áhrif hins ótrygga ástands heimsmála á vinnumarkað orðin áberandi og mikilvægt að hefja samtalið hér á landi með markvissum hætti. Markmiðið væri að móta sameiginlega sýn á öryggis- og varnarmál, þ.m.t. málefni almannavarna, auk þess að ræða áhrif alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á vinnumarkað og réttindi launafólks.

Það er mat BHM að ábyrg og opin umræða um þessi áleitnu mál þurfi að eiga sér stað á vettvangi samtaka launafólks. Það á jafnt við um fræðslu og upplýsingar til félagsfólks stéttarfélaga og samstarfið á vettvangi stjórnvalda. Það er sameiginlegt verkefni okkar að taka afstöðu til og geta brugðist við breyttum aðstæðum í heiminum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími síma þjónustuvers:
mán. til fim. 10:00 - 14:00
fös. 10:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt