
Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi og fyrrverandi formaður BHM og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.
Erindið markaði mikilvægt skref í því að efla þekkingu og umræðu innan BHM um alþjóðlega þróun og mikilvægi þess að heildarsamtök launafólks taki virkan þátt í stefnumótun á þessum sviðum.
Á vettvangi samstarfsnets norrænna samtaka launafólks NFS, sem BHM, BSRB og ASÍ eiga aðild að, er umræða um áhrif hins ótrygga ástands heimsmála á vinnumarkað orðin áberandi og mikilvægt að hefja samtalið hér á landi með markvissum hætti. Markmiðið væri að móta sameiginlega sýn á öryggis- og varnarmál, þ.m.t. málefni almannavarna, auk þess að ræða áhrif alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á vinnumarkað og réttindi launafólks.
Það er mat BHM að ábyrg og opin umræða um þessi áleitnu mál þurfi að eiga sér stað á vettvangi samtaka launafólks. Það á jafnt við um fræðslu og upplýsingar til félagsfólks stéttarfélaga og samstarfið á vettvangi stjórnvalda. Það er sameiginlegt verkefni okkar að taka afstöðu til og geta brugðist við breyttum aðstæðum í heiminum.



