Metþátttaka í Kvennaverkfalli 2023

Fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar voru haldin þriðjudaginn 24. október þegar konur og kvár um allt land lögðu niður störf í heilan dag.

Á Arnarhóli voru hátt í 100 þúsund saman komin en þar fyrir utan voru fjöldasamkomur og mótmæli á yfir sautján stöðum um landið allt.

Kynbundinn launamunur var í forgrunni í kvennaverkfallinu 2023, auk baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Þriðja baráttumálið var síðan ólaunuð störf sem konur vinna, á borð við umönnun barna, heimilisstörf og það sem kallað er þriðja vaktin.

Samstöðuhristingur BHM

Fyrir fundinn á Arnarhóli bauð BHM félagsfólki til samstöðuhristings í Bíó Paradís frá kl. 12-13:30 og er óhætt að segja að félagsfólk hafi fjölmennt. Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og grínisti, tók nokkur lög til að hita konur og kvár upp. Svo kom Þorgerður Ása vísnasöngkona með gítarinn og þær stýrðu fjöldasöng í Bíó Paradís með miklum glæsibrag.

Á þriðja hundrað manns komu á samstöðuhristinginn. Mætingin fór langt fram úr væntingum og þurftu því sum frá að hverfa þegar húsið var orðið yfirfullt af konum, kvárum, stelpum og stálpum í baráttuhug.

Takk öll fyrir daginn!

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt