Starfþróunarsetur hefur verið flutt um set úr Urðarhvarfi í Kópavogi á 2. hæðina í Borgartúni 27 og er starfsemin komin á fullt í nýjum húsakynnum. Starfsmenn setursins eru Kristín Jónsdóttir Njarðvík og Edda Margrét Hilmarsdóttir.
Á hæðinni eru fyrir 10 aðildarfélög BHM, Félag geislafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félag háskólakennara, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félag prófessora við ríkisháskóla, Félag sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, ásamt þjónustuskrifstofu SIGL, sem er samheiti félaganna fjögurra í heilbrigðisgeiranum.
Þá mun starfsemi Visku stéttarfélags flytjast í Borgartún 27, 3. hæð í næsta mánuði. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á skrifstofuhúsnæði og salarkynni félagsins á hæðinni.
Tengdar færslur
- 28. júní 2024
Reglubreytingar hjá Sjúkrasjóði BHM
- 12. febrúar 2024
Opnað fyrir páskaúthlutun OBHM 27. febrúar
- 18. janúar 2024
Félagsfólk BHM á opinbera markaðnum sem á aðild að Starfsþróunarsetri getur sótt námskeið hjá Starfsmennt fræðslusetri
- 14. nóvember 2023
Leigjendur orlofskosta í Reykjavík beðnir um að falla frá leigu
- 26. september 2023
Reglubreytingar hjá Starfsmenntunarsjóði
- 18. maí 2023
Könnun um sjóði BHM - þín skoðun skiptir máli