Aðildarfélög BHM

Aðildarfélög BHM eru samtals 27 og flest svokölluð fagstéttarfélög þar sem félagsmenn tilheyra allir einni og sömu fagstétt. Sum félögin eru jafnframt svokölluð fagfélög og starfa því bæði að hagsmunamálum sem varða kjör og réttindi félagsmanna en einnig að faglegum málefnum stéttarinnar.

 Stéttarfélag Fyrir hverja?
Arkitektafélag Íslands Fagfélag arkitekta
Dýralæknafélag Íslands Fag- og stéttarfélag dýralækna
Félag akademískra starfsmanna HR Stéttarfélag akademískra starfsmanna hjá HR
Félag fréttamanna Stéttarfélag fréttamanna á RÚV
Félag geislafræðinga Fag- og stéttarfélag geislafræðinga
Félag háskólakennara Stéttarfélag starfsmanna HÍ og tengdra stofnana
Félag háskólakennara á Akureyri Stéttarfélag kennara eða sérfræðinga við HA
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins 
Félag íslenskra félagsvísindamanna
Stéttarfélag félagsvísindamanna
Félag íslenskra hljómlistarmanna Fag- og stéttarfélag atvinnuhljómlistarmanna
Félag íslenskra leikara
Fag- og stéttarfélag leikara, dansara, söngvara og leikmynda- og búningahöfundadansara
Félag íslenskra náttúrufræðinga  Stéttarfélag náttúrufræðinga, arkitekta eða tengdra greina á sviði raunvísinda
Félag leikstjóra á Íslandi Fag- og stéttarfélag leikstjóra
Félag lífeindafræðinga Fag- og stéttarfélag lífeindafræðinga
Félag prófessora við ríkisháskóla Stéttarfélag prófessora við ríkisháskóla
Félag sjúkraþjálfara Fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara
Félagsráðgjafafélag Íslands Fag- og stéttarfélag félagsráðgjafa
Fræðagarður. Stéttarfélag háskólamenntaðra Stéttarfélag óháð starfsvettvangi eða háskólamenntun
Iðjuþjálfafélag Íslands Fag- og stéttarfélag iðjuþjálfa
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga  Stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
Ljósmæðrafélag Íslands Fag- og stéttarfélag ljósmæðra
Prestafélag Íslands  Fag- og stéttarfélag presta innan Þjóðkirkjunnar
Samband íslenskra myndlistarmanna
Fag- og stéttarfélag myndlistarmanna, grafíklistamanna, leirlistamanna, myndhöggvara, samtímaljósmyndara og textílhönnuða.
Sálfræðingafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag sálfræðinga
Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
Stéttarfélag lögfræðinga Stéttarfélag þeirra sem lokið hafa a.m.k. Bachelor gráðu í lögfræði
Þroskaþjálfafélag Íslands Fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa