Fjórföldun atvinnuleysis háskólamenntaðra - 23.2.2021

„Vandinn er m.a. sá að vinnumarkaðurinn hefur ekki náð að halda í við fjölgun háskólamenntaðra undanfarin ár. Það á bæði við um almenna markaðinn og þann opinbera. Samt liggur fyrir að skortur er á fólki í mörgum stéttum, t.d. innan heilbrigðisþjónustunnar. BHM hefur margoft bent stjórnvöldum á þá staðreynd.“ Grein Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í Fréttablaðinu 23. febrúar 2021.

Lesa meira

2020 og leiðin fram á við - 2.1.2021

Áramótagrein formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Kjarnanum

Lesa meira

Nokkrar staðreyndir um nýja fæðingarorlofsfrumvarpið - 8.12.2020

„Fyrir utan langþráða lengingu orlofsins felur frumvarpið í sér ýmsar jákvæðar breytingar sé miðað við gildandi lög. BHM styður frumvarpið en lýsir vonbrigðum með að þar sé ekki lögð til hækkun á hámarksgreiðslu til foreldra í fæðingarorlofi. Mjög brýnt er að hækka þetta hámark til að stuðla að því að lögin nái markmiði sínu,“ segir Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, í grein í Kjarnanum.

Lesa meira

100 manns á mánuði - 20.11.2020

„Úr gögnum Vinnumálastofnunar má lesa að um þessar mundir fullnýta u.þ.b. 100 manns rétt sinn til atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þannig verði það fram á mitt næsta ár. Mörg þeirra sem fullnýta réttinn eiga þann eina kost í stöðunni að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélagi, önnur fara á framfæri skyldmenna sinna og/eða leita til hjálparstofnana. Þessi hópur mun því miður stækka jafnt og þétt á næstunni verði ekkert að gert. Við þessar aðstæður hlýtur að koma til álita að lengja tímabil atvinnuleysisbóta, t.d. um 6 mánuði eða úr 30 í 36 mánuði, a.m.k. tímabundið.“
Grein formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Fréttablaðinu 20. nóvember 2020.

Lesa meira

12 mánaða fæðingarorlof – framfaraskref fyrir börn og foreldra - 15.10.2020

„Markmið fæðingarorlofskerfisins er að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Kerfið á að stuðla að því að barn myndi jafn sterk tengsl við báða foreldra en það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra og gera báðum kleift að sameina atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Með því að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs er einnig stuðlað að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði álíka löng og áhrifin þau sömu heima og heiman,“ segja formenn ASÍ, BHM og BSRB í sameiginlegri grein í Morgunblaðinu 15. október 2020.

Lesa meira