100 manns á mánuði - 20.11.2020

„Úr gögnum Vinnumálastofnunar má lesa að um þessar mundir fullnýta u.þ.b. 100 manns rétt sinn til atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þannig verði það fram á mitt næsta ár. Mörg þeirra sem fullnýta réttinn eiga þann eina kost í stöðunni að sækja um fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélagi, önnur fara á framfæri skyldmenna sinna og/eða leita til hjálparstofnana. Þessi hópur mun því miður stækka jafnt og þétt á næstunni verði ekkert að gert. Við þessar aðstæður hlýtur að koma til álita að lengja tímabil atvinnuleysisbóta, t.d. um 6 mánuði eða úr 30 í 36 mánuði, a.m.k. tímabundið.“
Grein formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Fréttablaðinu 20. nóvember 2020.

Lesa meira

12 mánaða fæðingarorlof – framfaraskref fyrir börn og foreldra - 15.10.2020

„Markmið fæðingarorlofskerfisins er að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Kerfið á að stuðla að því að barn myndi jafn sterk tengsl við báða foreldra en það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra og gera báðum kleift að sameina atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf. Með því að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs er einnig stuðlað að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði álíka löng og áhrifin þau sömu heima og heiman,“ segja formenn ASÍ, BHM og BSRB í sameiginlegri grein í Morgunblaðinu 15. október 2020.

Lesa meira

Stjórnvöld þurfa að taka hættuna á „kórónu-kynslóð“ ungs og atvinnulauss fólks alvarlega - 29.9.2020

„Við sjáum sömu tilhneigingu alls staðar á Norðurlöndum. Leiðin að fyrsta starfinu lengist og atvinnuleysi eykst á meðal ungs fólks. Það er þróun sem við verðum að taka alvarlega ef við viljum ekki sitja uppi með kórónu-kynslóð af ungu og atvinnulausu fólki sem á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn og er í hættu á að þurfa að búa við afleiðingar þess árum saman,“ segja formenn heildarsamtaka háskólamenntaðra á Norðurlöndum í sameiginlegri grein.

Lesa meira

Það sem þarf að gera næst - 19.8.2020

Grein Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í Fréttablaðinu 19. ágúst 2020

Lesa meira

Skýr mörk vinnu og einkalífs - 23.6.2020

„Ákvæði í nýgerðum kjarasamningum BHM-félaga við ríkið skyldar stofnanir til að setja sér viðverustefnu. Það er skref í rétta átt.“ Grein Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í Fréttablaðinu 22. júní 2020.

Lesa meira