Jóhann Gunnar Þórarinsson

Ert þú aftengdur? - 26.4.2021

„Samskiptamynstur á vinnumarkaði hefur tekið stakkaskiptum á 21. öldinni með tilkomu stafrænna lausna og snjalltækja en flestir háskólamenntaðir búa nú við það að vera stöðugt tengdir við vinnu sína gegnum tæki sem vinnuveitendur þeirra útvega. „Endalausa bakvaktin“ eins og sumir myndu kalla það en það er ljóst að rétturinn til að aftengjast (RTA) verður sífellt meira aðkallandi réttindamál á vinnumarkaði og baráttan fyrir RTA verður samofin kjarabaráttunni á næstu árum," segir Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður BHM, í grein í Morgunblaðinu.

Lesa meira

Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi - 19.4.2021

„Gagnrýnendur Samkeppniseftirlitsins hafa gengið svo langt að tala fyrir varanlegri veikingu stofnunarinnar með tilheyrandi afturför, ójöfnuði og kjaraskerðingu fyrir íslenskan almenning. Í ljósi þessa viljum við, hagfræðingar þriggja heildarsamtaka á vinnumarkaði með samanlagt um 175.000 félagsmenn, árétta mikilvægi samkeppniseftirlits og virkrar samkeppni fyrir hagsæld íslensks launafólks og velferð á Íslandi," segja hagfræðingar ASÍ, BHM og BSRB meðal annars í grein í Kjarnanum.

Lesa meira

Réttlát umskipti í loftslagsmálum - 18.3.2021

„Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags.“ Grein forystukvenna ASÍ, BHM og BSRB á Vísi 18. mars 2021.

Lesa meira

Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun - 8.3.2021

„Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á mikilvægi starfa stórra kvennastétta. Nýtum þessa reynslu til nauðsynlegra umbóta.“  Grein forystukvenna ASÍ, BHM og BSRB í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2021.

Lesa meira