• THORUNN_bhm_adalfundur_2019_a-16

2020 og leiðin fram á við

Áramótagrein formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Kjarnanum

2.1.2021

Langri og erf­iðri kjara­samn­inga­lotu aðild­ar­fé­laga BHM við ríki og sveit­ar­fé­lög lauk um mitt þetta ár [2020]. Samn­ingar náð­ust til árs­byrj­unar 2023 sem verður að telj­ast langur tími á íslenskum vinnu­mark­aði. Samið var um stytt­ingu vinnu­vik­unnar og nýtt vakta­vinnu­kerfi. Hvort tveggja tíma­bært og fram­fara­skref í ljósi þess að 40 stunda vinnu­vika hefur verið reglan í hálfa öld. Aðild­ar­fé­lög BHM sem semja við Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa nú hafið við­ræður við SA um end­ur­nýjun kjar­samn­ings frá árinu 2017.

Krónu­tölu­hækk­anir lífs­kjara­samn­ing­anna settu aðild­ar­fé­lögum BHM þröngar skorður í kjara­við­ræð­unum eins og margoft hefur komið fram. Þær skil­uðu litlum pró­sentu­hækk­unum og í ofaná­lag hefur verð­bólgan rýrt kaup­mátt þeirra. Mik­il­vægt er að hag­stjórn­ar­að­ilar þ.m.t. Seðla­bank­inn og ríkið virki stjórn­tækin til að vernda þann árangur sem þó náð­ist í kjara­lot­unni. Sem fyrr er það verð­bólgan og óstöðugt gengi íslensku krón­unnar sem á end­anum ræður miklu um kjör launa­fólks á Ísland­i.

Stytt­ing vinnu­vik­unnar

Bestu tíð­indin á vinnu­mark­aði á þessu erf­iða ári [2020] eru án nokk­urs vafa stytt­ing vinnu­vik­unn­ar. Um ára­mótin tekur stytt­ing vinnu­viku dag­vinnu­fólks gildi. Í haust hafa staðið yfir umbóta­sam­töl á vinnu­stöðum hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum um stytt­ing­una en hún er sam­vinnu­verk­efni stjórn­enda og starfs­fólks. Hámarks­stytt­ingin er 4 stundir á viku en þá verður vinnu­vikan 36 stunda. Það er gleði­legt að sjá á hversu mörgum vinnu­stöðum sam­talið er að geta af sér hámarks­stytt­ingu. Leiði umbóta­sam­talið ekki til sam­eig­in­legrar nið­ur­stöðu verður vinnu­tím­inn styttur um 13 mín­útur á dag eða 65 mín­útur á viku.

Sam­ráðs­ferlið um stytt­ingu vinnu­vik­unnar hefur víða gengið vel en því miður verður það ekki sagt um alla vinnu­staði og vinnu­veit­end­ur. Það er áhyggju­efni hversu mörg sveit­ar­fé­lög hafa dregið lapp­irnar í þessu mik­il­væga umbóta­verk­efni. Í upp­hafi nýs árs mun staðan verða ljós á opin­berum vinnu­mark­aði og ég full­yrði að launa­fólk mun gaum­gæfa hvar hefur vel tek­ist til og hvar ekki. Aðild­ar­fé­lög BHM hafa og munu fylgja þessu mik­il­væga verk­efni eftir af krafti og standa vörð um hags­muni sinna félaga. Vinnu­staðir þar sem vel hefur tek­ist til með stytt­ing­una verða í fram­hald­inu eft­ir­sóttir og þannig á það líka að ver­a.

Í vor stendur til að inn­leiða nýtt vakta­vinnu­kerfi hjá hinu opin­bera sem einnig mun marka tíma­mót á vinnu­mark­aði. Vinnu­vikan verður að sjálf­sögðu stytt en það skiptir ekki síður máli að gangi breyt­ing­arnar eftir mun launa­fólk í vakta­vinnu geta stundað 100% vinnu á þrí­skiptum vökt­um. Það er tíma­bær breyt­ing til batn­að­ar. Út af stendur hópur sem er í dag­vinnu en gengur reglu­legar auka­vaktir á öðrum tíma. Það þarf að gæta þess að hægt sé að stytta vinnu­tíma þess starfs­fólks án kjara­skerð­ing­ar. 

Ekkert okkar bjóst við þessu

Þegar árið 2020 gekk garð bjóst lík­lega ekk­ert okkar við því að nokkrum vikum síðar yrði öll heims­byggðin að berj­ast við skæðan far­aldur af völdum áður óþekktrar veiru sem ógn­aði lífi, heilsu og vel­ferð mann­kyns. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur kostað mörg hund­ruð þús­und manns­líf og raskað högum millj­arða karla, kvenna og barna um víða ver­öld. Við­skipti og sam­skipti, jafnt innan ríkja sem milli þeirra, hafa gengið úr skorðum og mik­ill sam­dráttur hefur orðið í hag­kerfum heims­ins.

Hér á landi hefur far­ald­ur­inn haft gíf­ur­leg áhrif á atvinnu­líf, útflutn­ing og hag­kerfið í heild sinni. Þetta stafar ekki síst af því hve íslenskt efna­hags­líf er orðið háð ferða­þjón­ustu. Kór­ónu­krepp­an, eins og við köllum hana, bitnar með ólíkum hætti á mis­mun­andi hópum og byrð­unum af henni er ójafnt skipt. Sam­kvæmt grein­ingu sem nýlega var unnin á vegum sér­fræð­inga­hóps verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar kemur kór­ónu­kreppan harð­ast niður á þeim sem lægst hafa laun­in. Tekjur þeirra sem til­heyra lægsta tekju­fjórð­ungnum hafa þannig lækkað hlut­falls­lega miklu meira en fólks í öðrum fjórð­ung­um. Að þessu leyti er grund­vall­ar­munur á kór­ónu­krepp­unni og sam­drætt­inum sem varð í kjöl­far banka­hruns­ins fyrir rúmum ára­tug. Þá fengu hátekju- og efri milli­tekju­hóp­arnir þyngsta skell­inn.

Almennt bitnar far­ald­ur­inn verr á konum en körl­um. Ann­ars vegar hafa konur frekar misst vinn­una eða þurft að þola tekju­skerð­ingu en karl­ar. Hins vegar eru konur í meiri­hluta meðal fram­línu­starfs­manna í heil­brigð­is­kerf­inu og öðrum opin­berum kerf­um. Fólk í þessum störfum hefur verið undir gíf­ur­legu álagi í langan tíma og náð ótrú­legum árangri við erf­iðar aðstæð­ur. Fyrir það eigum við hin að vera þakk­lát.

Ekki má heldur gleyma því að kór­ónu­kreppan hefur komið mjög hart niður á fólki af erlendum upp­runa á íslenskum vinnu­mark­aði. Ferða­manna­góð­ærið var borið uppi af erlendum rík­is­borg­urum sem flykkt­ust hingað þús­undum saman til að taka þátt í ævin­týr­inu og halda atvinnu­grein­inni gang­andi. Það er dap­ur­legt til þess að vita að margt af þessu fólki glími nú við mikla erf­ið­leika. Almennt bitnar kreppan frekar á yngri kyn­slóð­un­um. Það er sér­stakt áhyggju­efni.

Ekki nóg að horfa bara á bráða­vand­ann

Í því ástandi sem nú ríkir hér á landi skipta rétt við­brögð stjórn­valda miklu. Margar af þeim ráð­stöf­unum sem stjórn­völd hafa gripið til hafa mætt bráða­vanda á vinnu­mark­aði, ekki síst í ferða­þjón­ust­unni. Í þessu sam­bandi má t.d. nefna hluta­bæt­ur, hækkun atvinnu­leys­is­bóta, lengt tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta úr 3 í 6 mán­uði, tekju­falls­styrki, lok­un­ar­styrki og við­spyrnu­styrki. Allt eru þetta almennar aðgerð­ir. Nú þarf að huga að sér­tæk­ari aðgerðum og þeim hópum sem veikast standa í því ástandi sem kór­ónu­kreppan hefur skap­að.

Atvinnu­leysi er í hæstu hæðum og hefur aldrei verið meira á lýðsveld­is­tím­an­um. Þús­undir félags­manna aðild­ar­fé­laga BHM eru án vinnu, helm­ingi fleiri en eftir hrun. Þetta er algjör­lega óvið­un­andi staða. Til að breyta henni þarf í fyrsta lagi að stór­auka opin­bera fjár­fest­ingu á öllum svið­um. Í öðru lagi þurfa stjórn­völd að nýta það svig­rúm sem, þrátt fyrir allt, er enn fyrir hendi í rík­is­fjár­mál­unum til að fjölga störfum á vegum hins opin­bera. Í þriðja lagi er ekki nóg að beina ein­göngu sjónum að bráða­vand­an­um. Við verðum líka að hefja sam­talið um hvernig við getum byggt hér upp fjöl­breytt og þrótt­mikið atvinnu­líf til fram­tíð­ar. Það má ekki ger­ast í þriðja skiptið á þess­ari öld (sem er þó bara nýlega haf­in) að við föllum í þá gryfju að treysta um of á eina atvinnu­grein sem und­ir­stöðu hag­vaxt­ar. Auð­vitað þarf að hlú að stofn­inum og stærstu grein­un­um. En við verðum líka að örva minni grein­arnar og vökva sprot­ana. Þetta eiga stjórn­völd að gera með því að móta metn­að­ar­fulla stefnu til langs tíma þar sem áhersla er lögð á virkjun hug­vits og þekk­ing­ar, öfl­ugt mennta­kerfi og opin­bert stuðn­ings­kerfi við rann­sóknir og nýsköp­un.

Rétt­inda­mál og fjar­vinna: „Þú ert á mjút!“

For­sæt­is­ráð­herra hefur sett af stað ritun græn­bókar um vinnu­mark­að­inn, þ.s. skil­greina á helstu álita­mál og við­fangs­efni. Verk­efnið er mik­il­vægt og gerir kröfu til aðila vinnu­mark­að­ar­ins að hugsa fram í tím­ann með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Von­andi nýt­ist græn­bókin við að marka stefnu til fram­tíð­ar. Að mörgu er að huga. Staða líf­eyr­is­kerf­is­ins og líf­eyr­is­rétt­indi launa­fólks eru eitt stærsta við­fangs­efni næstu miss­era. Með sam­komu­lagi ríkis og sveit­ar­fé­laga við BHM, BSRB og KÍ frá 2016 um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda á milli opin­bera og almenna vinnu­mark­að­ar­ins var stigið stórt skref í átt að sam­ræm­ingu rétt­inda á vinnu­mark­aði. Þeirri vinnu þarf að ljúka og upp­fylla sam­komu­lagið m.t.t. jöfn­unar launa á milli mark­aða.

Fjar­vinna og fjar­fundir hafa sann­ar­lega sett mark sitt á störf fólks þetta árið [2020]. Eins og rétti­lega hefur verið bent á þá verður ekki öllum störfum sinnt með fjar­vinnu. Það verður t.d. hvorki skúrað né hlynnt að fólki í fjar­vinnu. Margar stéttir innan BHM eiga þess kost að sinna störfum sínum í fjar­vinnu og það hefur án nokk­urs vafa veitt nauð­syn­legan sveigj­an­leika í við­brögðum við sam­komu­tak­mörk­un­um. En fjar­vinnan hentar ekki öllum og getur reynt mjög á starfs­fólk ekki síst þegar aðstæður leyfa ekki að vinnan sé stunduð á heim­il­inu. Um fjar­vinnu þarf að marka skýrar reglur á vinnu­mark­aði. Launa­fólk má ekki bera af henni auka­kostnað eða lenda í aukna álagi vegna henn­ar. Starfs­um­hverfi fjar­vinnu þarf að upp­fylla sam­bæri­leg skil­yrði og umhverfi á vinnu­stað. Það kæmi mér ekki á óvart að í fjar­vinn­unni væri staða kynj­anna ólík. Það þarf að skoða til hlít­ar.

Það hefur tíðkast að velja orð árs­ins [2020]. Ef ég mætti velja setn­ingu árs­ins þá yrði hún: „Þú ert á mjút!“ Þótt hún lýsi vand­ræðum við fjar­funda­formið þá segir hún líka sögu af óvenju­leg­asta ári sem sögur fara af á vinnu­mark­aði. Öll höfum við þurft að aðlag­ast breyttum aðstæð­um. Fyrir það skal þakkað en líka minnt á að stóra verk­efni næsta árs er að skapa sjálf­bæran vöxt og störf almennum og opin­berum vinnu­mark­aði svo að ekk­ert okkar þurfi að ganga atvinnu­laust til langs tíma.

Ég óska les­endum Kjarn­ans gleði­legrar hátíð­ar!