Chat with us, powered by LiveChat
  • 0W0A3155
    Friðrik Jónsson, formaður BHM

Að fara aðra leið

Grein formanns BHM í Kjarnanum 1. janúar 2022

3.1.2022

Fyrsti dagur árs­ins 2021 rann upp bjartur og fag­ur. Ekki að ég muni það sér­stak­lega en ég tók mynd á sím­ann minn þennan dag og af henni að dæma var veðrið úrvals­gott, björt frost­stilla. Ég fór í nýárs­göngu með hund­unum Bjarti og Skugga á upp­á­halds stað þeirra bræðra, Bæj­ar­ins beztu pyls­ur. Það er líka til mynd af því enda aug­ljós­lega frá­bær leið til að byrja nýtt ár. Það fannst hund­unum hið minnsta.

Augu nýlið­ans

Í upp­hafi árs óraði mig ekki fyrir því að frekara frama­pot á vett­vangi verka­lýðs­bar­átt­unnar biði mín, allra síst að verða for­maður BHM, heild­ar­sam­taka háskóla­mennt­aðra. Kjara- og rétt­inda­mál hafa að að vísu lengi verið mér hug­leikin en ég hafði boðið mig fram og hlotið braut­ar­gengi í for­mann Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins um haustið 2020. Í febr­úar síð­ast­lið­inn ákvað hins vegar þáver­andi for­maður BHM að hætta við sitt fram­boð til áfram­hald­andi for­manns­setu og í kjöl­farið var óvænt skorað á mig af nokkrum fjölda for­manna aðild­ar­fé­laga BHM að bjóða mig fram. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að slá til.

Nú hef ég gengt emb­ætti for­manns BHM í sjö mán­uði. Ég var ekki búinn að vera nema nokkrar vikur í starf­inu þegar við hófum vinnu við und­ir­bún­ing næstu kjara­lotu innan banda­lags­ins. Full­snemmt, gætu ein­hverjir sagt í ljósi þess að kjara­samn­ingar aðild­ar­fé­laga BHM byrja að losna í lok 2022 og byrjun 2023. En stað­reyndin er að við svo­kall­aðir „að­ilar vinnu­mark­að­ar­ins“ þurfum almennt að gera betur í því hvernig við vinnum fyrir okkar umbjóð­end­ur. Það er gömul saga og ný.

Mán­uðir og ár án samn­inga

Töl­fræðin sýnir svart á hvítu að margt þarf að bæta á íslenskum vinnu­mark­aði. Sam­kvæmt gögnum Kjara­töl­fræði­nefndar voru gerðir rúm­lega 300 kjara­samn­ingar í síð­ustu samn­inga­lotu en til sam­an­burðar eru þeir um 400 í Nor­egi, á 15 sinnum fjöl­menn­ari vinnu­mark­aði. 24 samn­ingar voru við færri en 10 ein­stak­linga hér á landi og eitt dæmi er um að samn­ingur hafi verið gerður við einn launa­mann. Á Íslandi er kjara­deilum vísað til rík­is­sátta­semj­ara í rúm­lega helm­ingi til­vika. Þá hafa samn­inga­við­ræður oft staðið mán­uðum eða árum saman án árang­urs. Til sam­an­burðar má nefna að í síð­ustu samn­inga­lotu í Sví­þjóð var 35 málum vísað til rík­is­sátta­semj­ara. Þar er vinnu­mark­að­ur­inn 30 sinnum stærri.

Hvað kostar flækju­stig­ið?

Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra og hafa tölu­verðan fórn­ar­kostnað í för með sér fyrir íslenskt launa­fólk. Á árinu 2020 voru 10.500 krónur fram­leiddar á hverja vinnu­stund á Íslandi. Hugsa má sem svo að það sé fórn­ar­kostn­aður hverrar klukku­stundar sem varið er í óþarfa flækju­stig og tafir við kjara­samn­inga­gerð.

Það eru og hafa alltaf verið hags­munir launa­fólks að nýir samn­ingar taki gildi um leið og eldri samn­ingar renna sitt skeið. Almennt er það reglan á Norð­ur­lönd­un­um. Á Íslandi er það aftur á móti algjör und­an­tekn­ing og raunar aðeins til örfá dæmi þess. Flestar stéttir eru samn­ings­lausar mán­uðum saman þar til sam­komu­lag næst um nýjan samn­ing. Þetta býr til óvissu bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Sú óvissa er líka afar kostn­að­ar­söm enda dýrt að fólk sitji vik­um, mán­uðum og jafn­vel árum saman við samn­inga­borð án þess að ná árangri. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. Ég styð það einnig að allra leiða verði leitað til að auka skil­virkni í samn­inga­gerð.

Nýtt ár og ný nálgun

Á fundi þjóð­hags­ráðs í des­em­ber gat ég ekki skilið hlut­að­eig­andi öðru­vísi en svo að þau væru öll sam­mála um að vilja byrja kjara­samn­inga­gerð­ina fyrr, gera bet­ur, bæta grein­ingar og gögn og stefna sam­eig­in­lega í þá átt að verja kaup­mátt almenn­ings í land­inu. Það er allt­ént góð byrj­un. Þó að hags­munir atvinnu­lífs, stjórn­valda og heild­ar­sam­taka launa­fólks séu oft ólíkir getum við verið sam­mála um að bæta vinnu­brögð­in. Mark­miðið er jú ætíð að verja og sækja meiri kaup­mátt og tryggja sann­gjarna skipt­ingu auðs þjóð­ar­inn­ar.

Ég vona að það muni stand­ast. Að þegar á hólm­inn verði komið verði ekki of seint af stað farið eina ferð­ina enn. Raun­veru­legur und­ir­bún­ingur kjara­við­ræðna þarf að hefj­ast strax á nýju ári og við hjá BHM erum til­búin í þá veg­ferð. Ég von­ast jafn­framt til þess að okkur tak­ist að auka skil­virkni til muna. Það ætti að vera sam­eig­in­legt mark­mið verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­lífs­ins, ríkis og sveit­ar­fé­laga. Að fara örlítið aðra leið, byrja fyrr og vanda vel til verka er allra hag­ur.

Gleði­legt nýtt ár 2022!

Greinin birtist í Kjarnanum.