• IMG_0109

Fullvalda og frísk í vinnunni

Áramótapistill Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, í Kjarnanum

2.1.2019

„Til hvers er full­veldi ef fólki líður illa?“ spurði Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands í ræðu við setn­ingu Alþingis í haust. Þar hitti hann, eins og oft áður, naglann á höf­uð­ið. Þungi hefur færst í umræð­una um líðan og heilsu vinn­andi fólks á árinu. Stétt­ar­fé­lög greina víða mik­inn und­ir­liggj­andi vanda á vinnu­mark­aði og atvinnu­rek­endur fara heldur ekki var­hluta af hon­um. Öll spyrjum við okk­ur: Hvað veld­ur? Fólk á besta aldri er að missa heils­una vegna álags í vinnu og einka­lífi. Ef það kemst í þrot tekur langan tíma að ná aftur fullri heilsu. Fyrir utan áfallið sem það er fyrir ein­stak­ling­inn að missa heils­una vegna álags – að lenda í kulnun – þá fylgir því tekju­tap og tap fyrir sam­fé­lagið allt. Það er því til mik­ils að vinna að koma í veg fyrir að svona fari.

70% þeirra sem leita til VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóðs eru konur og á und­an­förnum árum hefur háskóla­mennt­uðum konum sem leita aðstoðar sjóðs­ins fjölgað veru­lega. Þessi stað­reynd segir okkur sögu af vinnu­mark­aði þar sem álag á konum er óhóf­legt. Margar þeirra upp­lifa mikla streitu og eiga á hættu að lenda í kuln­un. En þessar stað­reyndir segja okkur ekki síður sögu af stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Við verðum því að spyrja okkur hvað valdi og kryfja ástæð­urnar til mergjar t.d. með rann­sóknum á vinnu­mark­aði.

Þola konur ekki álag?

Um leið og spurn­ingin er orðuð blasir við hversu frá­leit hún er. Dr. Ingi­björg H. Jóns­dóttir pró­fessor við Háskól­ann í Gauta­borg og for­stöðu­maður Institu­tet för stress­med­icin er leið­andi í umræð­unni um streitu og kulnun á vinnu­mark­aði. Hún seg­ir: „Brýnt er að beina umræð­unni um streitu­valda á vinnu­stað, aðstæðum stjórn­enda og kynja­mun­inn í réttan far­veg. Að við gerum okkur grein fyrir raun­veru­legum orsökum þess að konur eru í meiri­hluta hvað varðar veik­inda­fjar­veru, oft lang­tíma vegna streitu­kenndra ein­kenna. Ef við höldum áfram að leita skýr­ingar í líf­eðl­is­fræði kvenna eða að konur skuli ekki þola streitu­á­lag eins vel og karl­menn, komum við ekki til með að leysa streitu­vanda­málin á vinnu­stöð­u­m.“

Ástæð­unnar er oftar en ekki að leita í vinnu­um­hverfi kvenna. Rann­sóknir sýna að vinnu­skil­yrði eru oftar verri á vinnu­stöðum þar sem konur eru í meiri hluta. Og hvar eru þær í meiri hluta? Í heil­brigð­is- og mennta­kerf­inu í eril­sömum störfum þar sem unnið er með fjölda fólks og skjól­stæð­inga alla daga vik­unn­ar. Ingi­björg bendir okkur á að í Sví­þjóð sé umræðan að bein­ast frá ein­stak­lingum og að þeim þáttum sem lúta að vinnu­skil­yrðum og skil­grein­ingu starfa. Skýrar kröfur og við­ráð­an­legt álag eru lík­legri til að stuðla að heil­brigði starfs­manna en óljósar kröfur og stöðugt ofur­á­lag. Hvað varðar ofur­á­lagið verður mér hugsað til stórra heil­brigð­is­stofn­ana sem haldið er úti með lág­marks­mönnun nær allt árið. Og þegar kemur að óljósum eða ef til vill óraun­hæfum kröfum verður mér hugsað til grunn­skóla­kenn­ara og kröf­unnar um að þeir sinni upp­eldi barna í meiri mæli en eðli­legt getur talist.

Langvar­andi álag í vel­ferð­ar­kerf­inu

Ég ætla að leyfa mér að varpa fram til­gátu um ástæður þess að fleiri konur en karlar missa heils­una á Íslandi og þurfa á starfsend­ur­hæf­ingu að halda réttum ára­tug eftir hrun. Margar þess­ara kvenna starfa við kennslu, vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu. Þær starfa hjá hinu opin­bera; ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Þær voru ekki í hópi þeirra sem misstu vinn­una strax í kjöl­far efna­hags­hruns­ins en í byrjun krepp­unnar misstu margir vinnu á almenna mark­aðn­um, t.d. í bygg­ing­ar­iðn­aði og þjón­ustu­störf­um. Það gerð­ist ekki í sama mæli hjá hinu opin­bera. Þar tók hins vegar við kjara­rýrnun í margs konar formi sam­hliða ráðn­ing­ar­fryst­ingu sem leiddi til und­ir­mönn­unar og meira álags á mörgum vinnu­stöðum en eðli­legt getur talist. Auð­vitað er myndin flókn­ari en við erum að tala um heilan ára­tug við aðstæður sem kannski væri hægt að bjóða fólki upp á í skamman tíma.

Ein­stak­lingnum ekki um að kenna

Þessi reynsla ætti að kenna okkur að hætta að leita orsaka fyrir streitu­sjúk­dómum og kulnun – eða nýgengi örorku svo að annað títt­nefnt dæmi sé nefnt – ein­ungis hjá ein­stak­ling­unum en horfa frekar á stóru mynd­ina; vinnu­um­hverf­ið, sam­skipti og aðstæður á vinnu­stað, óraun­hæfar kröf­ur, óljósar starfs­lýs­ingar o.þ.h. Að ógleymdum þeim aðstæðum sem sam­fé­lagið býr konum og barna­fjöl­skyldum almennt.

Ábyrgð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga er viss­lega mikil en hún er ekki minni sú er hvílir á herðum stjórn­valda. Það er sam­fé­lags­legt verk­efni að bæta stöðu kvenna á vinnu­mark­aði en aðgerðir sem stuðla að félags­legum stöð­ug­leika og bæta kjör fjöl­skyldna í land­inu hafa jafn­framt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.