• bhm_harpa_23112017-47

Kaupið, réttindin og lífskjörin

Áramótagrein formanns BHM, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Kjarnanum

29.12.2019

Á almennum vinnu­mark­aði gerðu félög innan ASÍ og Sam­tök atvinnu­lífs­ins svo­kall­aðan lífs­kjara­samn­ing sl. vor. Honum fylgdi aðgerða­pakki frá rík­is­stjórn Íslands í mörgum lið­um, m.a. um skatta­lækk­an­ir. Ljóst er að fall flug­fé­lags­ins WOW hafði nokkur áhrif á samn­ings­vilja aðila þegar á reyndi. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn grund­vall­ast á krónu­tölu­hækk­unum sem hækka lægstu launin hlut­falls­lega mest. Þar var einnig kveðið á um hag­vaxt­ar­auka sem tryggja á hlut launa­fólks í verð­mæta­sköpun á lands­vísu. Hverju hag­vaxt­ar­auk­inn skilar á eftir að koma í ljós.

Auk­inn kaup­máttur og stytt­ing vinnu­vik­unnar

Í sömu viku og samn­ingar náð­ust á milli SA og ASÍ losn­uðu kjarasamningar allra opinberra starfs­manna í land­inu, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Það var ljóst frá upp­hafi að ekki yrði ein­falt að semja við þrjá við­semj­endur samtímis. En engan óraði fyrir að yfir­stand­andi samn­inga­lota yrði jafn hæg­geng og raun ber vitn­i. Tæp­lega níu mán­uðum síðar hafa sex aðildrfélög BHM und­ir­ritað kjarasamninga við ríkið. Fjórir þeirra voru sam­þykkt­ir, einn felldur og einn er í atkvæðagreiðslu þegar þessi pistill er ritaður. 15 aðild­ar­fé­lög eru því enn með lausa samn­inga við ríkið og ekk­ert hefur þokast í kjarviðræðum við Reykja­vík­ur­borg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta er hvort tveggja í senn, áhyggju- og umhugsunarefni.

Í upp­hafi árs­ins var ljóst að aðild­ar­fé­lög BHM leggðu mesta áherslu á kaup­mátt­ar­aukn­ingu og stytt­ingu vinnu­vik­unnar í kom­andi kjara­við­ræð­um. Kjara­rýrnun í formi krónu­tölu­hækk­ana var því afþökkuð og mikið kapp lagt á að stytt­ing vinnu­vik­unnar næði fram að ganga. Í þeim samn­ingum sem gerðir hafa verið er stefnt að því að 36 stunda vinnu­viku verði inn­leidd á næsta ári. Nú mun reyna á vilja og hæfni stjórn­enda hjá rík­inu við að útfæra stytt­ing­una í sam­vinnu við starfs­fólk­ið.

Endurgreiðslubyrði námslána

Kjara­samn­ingar við háskóla­mennt­aða opin­bera starfs­menn snú­ast ekki síður um lífs­kjör en þeir sem gerðir voru á almenna mark­aðn­um. Því leggur BHM þunga áherslu á að stjórn­völd grípi til aðgerða sem bæta lífs­kjör þeirra tug­þús­unda Íslend­inga sem tekið hafa náms­lán. Aðal­krafa BHM er að lækka end­ur­greiðslu­byrði náms­lána og létta kjörin hjá Lána­sjóði íslenskra náms­manna. Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra, sem BHM átti full­trúa í, skil­aði sam­stæðum og raun­hæfum til­lögum um þetta í haust og nú er þess beðið með óþreyju að stjórn­völd leggi til­lög­urnar á borðið og þær verði settar í fram­kvæmd.

Í frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um stofnun nýs Mennta­sjóðs náms­manna sem nú er til umfjöll­unar á Alþingi er lagt til að ábyrgðir náms­lána sem tekin voru fyrir árið 2009 falli niður til sam­ræmis við það sem gilt hefur um náms­lán tekin eftir það ár. Óhætt er að segja að hér sé á ferð­inni mikið þjóð­þrifa­mál enda verið bar­áttu­mál BHM um ára­bil. Taka verður fram að nið­ur­fell­ingin á aðeins við um lán sem eru í skilum en á samt sem áður við um langstærstan hluta náms­lána.

Rétturinn til launa í fæðingarorlofi

Að lokum er ástæða til þess að nefna leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins úr 9 í 12 mán­uði (í tveim skref­um) sem sam­þykkt var á Alþingi fyrir jól. Í almennri umræðu um þetta mik­il­væga mál vill oft gleym­ast að hér á landi er greiðsla launa í fæð­ing­ar­or­lofi hluti af vinnu­mark­aðstengdum rétt­indum for­eldra. Þau sem ekki eru á vinnu­mark­aði fá ekki greidd laun heldur fæð­ing­ar­styrk. Rétt­indin eru – eins og önnur rétt­indi á vinnu­mark­aði – ein­stak­lings­bundin og því í raun ekki milli­fær­an­leg. Við útfærslu fæð­ing­ar­or­lofs hefur þó verið gerð und­an­tekn­ing á þess­ari meg­in­reglu því að hluti rétt­ind­anna er sam­eig­in­legur for­eldrum (séu þeir fleiri en einn). Þannig verður skipt­ingin 4+4+2 við leng­ing­una í 10 mán­uði sem tekur gildi á nýárs­dag. Fjórir mán­uðir eru þá bundnir hvoru for­eldri um sig en tveimur mán­uðum má ráð­stafa að vild.

Staða foreldra á vinnumarkaði

Það er að sjálf­sögðu mikið fagn­að­ar­efni að fæð­ing­ar­or­lof skuli loks­ins lengt í heilt ár og engin spurn­ing um mik­il­vægi þess fyrir börn og fjöl­skyldur þessa lands. Það vill þó stundum gleym­ast að lög­gjöfin um fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lof hefur tví­þætt mark­mið: Að tryggja börnum sam­vistir við for­eldra sína og að gerum körlum og konum kleift að sam­ræma atvinnu­þátt­töku og fjöl­skyldu­líf. Þessi mark­mið eru jafn­gild. Þess vegna er lyk­ill­inn að far­sælli útfærslu fæð­ing­ar­or­lofs­ins að báðir for­eldrar (séu þeir tveir) eigi þess kost að mynda tengsl við barn þegar það er á mik­il­væg­ustu mót­un­ar­mán­uðum lífs síns.

Að sama skapi er brýnt að fjar­vera af vinnu­mark­aði vegna fjölg­unar í fjöl­skyld­unni lendi ekki að stærstum hluta á herðum ann­ars for­eldr­is­ins. Allir þekkja sög­una af ungu kon­unni sem ekki fékk fram­gang í starfi vegna „hætt­unn­ar“ á því að hún yrði barns­haf­andi. Sú „hætta“ þarf einnig að fylgja því að ráða karl í starf. Og gleymum því ekki að karlar eru frá nátt­úr­unnar hendi þannig gerðir að þeirra geta víst eign­ast börn fram eftir öllum aldri.

Fyrir hönd Banda­lags háskóla­manna óska ég les­endum og lands­mönnum öllum heilla­ríks nýs árs!