• Friðrik Jónsson, formaður BHM.
  fridrikjonsson
  Friðrik Jónsson, formaður bhm.

Níu áskoranir á nýju kjörtímabili

Grein eftir Friðrik Jónsson, formann BHM, í Kjarnanum 26. september 2021.

27.9.2021

Fyrsti dagur nýs kjör­tíma­bils er runn­inn upp. Margir eru í spennu­falli en á sama tíma er mikil eft­ir­vænt­ing í loft­inu. Lof­orð­in, slag­orð­in, orða­skak­ið, fund­irnir og upp­á­komurnar eru að baki og and­lit fram­bjóð­enda hverfa af aug­lýs­inga­skilt­um. Nýr veru­leiki blasir við og að líkum lætur myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Snemma í aðdrag­anda kosn­inga átti ég fundi með for­ystu­fólki stjórn­mála­flokk­ana. Á þeim fundum kom ég á fram­færi sjón­ar­miðum BHM um þær áskor­anir sem bíða stjórn­valda og vinnu­mark­að­ar­ins. Af mörgu er að taka á nýju kjör­tíma­bili, en þó þetta hel­st:

 1. Menntun þarf að meta til launa: Á Íslandi er hvat­inn til mennt­unar hvað minnstur innan Evr­ópu og OECD ríkj­anna. Við verðum að meta sér­fræði­þekk­ingu og menntun til launa á Íslandi, að öðrum kosti er hætt við að við drög­umst aftur úr í lífs­gæðum og vel­ferð­ar­stigi.
 2. Byggjum á hug­viti: Stjórn­völd hafa lengi rætt um metn­að­ar­full áform um aukna fjöl­breytni útflutn­ings­at­vinnu­vega. Stað­reyndin er þó að Ísland hefur lengst af byggt á sveiflu­kenndri auð­linda­nýt­ingu. Þar er ferða­þjón­ustan okkar nýjasta bjarg­ræði. Ef tryggja á stöð­ug­leika, vöxt og sam­keppn­is­hæfni lands­ins verður að efla atvinnu­vegi sem byggja á hug­viti, menntun og nýsköp­un. Innan BHM eru 28 stétt­ar­fé­lög háskóla­mennt­aðs fólks og við erum reiðu­búin að koma að gerð atvinnu- og mannauðs­stefnu á Íslandi til að byggja um hag­kerfi fram­tíð­ar­inn­ar.
 3. Eyðum ómál­efna­legum launa­mun: Kyn, kyn­hneigð eða upp­runi eiga og mega ekki vera áhrifa­þáttur í launa­setn­ingu á íslenskum vinnu­mark­aði. Kyn­skiptur vinnu­mark­aður er þó því miður enn óásætt­an­leg stað­reynd á Íslandi. Þetta sýna meðal ann­ars nýlegar skýrslur Hag­stofu Íslands og starfs­hóps for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.
 4. Jöfnum laun milli mark­aða: Árið 2016 var samið um að leggj­ast í vinnu við að jafna laun milli almenns mark­aðar og opin­bers mark­aðar í tengslum við breyt­ingar á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna. Í sam­tali BHM, BSRB og Kenn­ara­sam­bands­ins við ríkið um fyrr­nefnt sam­komu­lag hefur því miður virst tak­mark­aður áhugi á því að standa við sam­komu­lagið þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit í þeim efn­um. Fimm ár eru liðin og enn ekk­ert sam­komu­lag í sjónmáli.
 5. Styrkjum tengsl atvinnu­lífs og skóla: Háskóla­mennt­aðir koma oft verr und­ir­búnir á íslenskan vinnu­markað en þeir sem hafa farið í verk­nám. Í nýrri úttekt OECD er bein­línis sagt að tengsl háskóla og atvinnu­lífs hér á landi séu of veik. Við þurfum að styrkja þessi tengsl. Huga þarf betur að ein­stak­ling­smið­uðu námi á öllum skóla­stigum í stað þess að láta eitt yfir alla ganga. OECD hefur sér­stak­lega gagn­rýnt að íslenskir háskólar ein­blíni frekar á skrán­ing­ar­fjölda nem­enda en getu og frammi­stöðu þeirra. Þarna erum við aug­ljós­lega á rangri leið.
 6. Styðjum betur við nema og barna­fólk á vinnu­mark­aði: Miklar breyt­ingar urðu til bóta á náms­lána­kerf­inu á síð­asta kjör­tíma­bili. Það breytir því þó ekki að hlut­fall háskóla­nema sem telja sig ekki hafa fjár­hags­lega getu til að stunda háskóla­nám án þess að vera í vinnu sam­hliða er eitt það hæsta í Evr­ópu. Stjórn­völd þurfa að efla blöndun náms­styrkja og náms­lána og tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum þegar það fer út á vinnu­mark­að­inn. Þá þarf að hækka fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og treysta jafn­rétt­is­hlut­verk kerf­is­ins. Núver­andi þak á greiðslum kemur sér­stak­lega illa við sér­fræð­inga og dregur úr hvötum til þess að öll kynin nýti sér þennan rétt jafnt.
 7. Hug­vit er lausnin við lofts­lags­vánni: Lofts­lags­mál eru ein stærsta áskorun okkar tíma og þar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ekki látið sitt eftir liggja. Í bar­átt­unni við lofts­lags­vána felst ein­stakt tæki­færi til að byggja upp nýsköp­un­ar­hag­kerfi á hug­viti og mennt­un. Slíkt verk­efni þolir enga bið og verður að vera for­gangs­mál.
 8. Höldum í tekju­teng­ing­una: Ýmsar efna­hags­að­gerðir sem gripið var til vegna heims­far­ald­urs voru skyn­sam­legar og skil­uðu góðum árangri. Tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta, að minnsta kosti fyrst um sinn eftir atvinnu­missi, er skyn­sam­leg og sann­gjörn og best væri að festa hana í sessi. Tryggja þarf rétt­indi sjálf­stætt starf­andi og ein­stak­linga með bland­aða tekju­öflun á vinnu­mark­aði til fram­búð­ar. Fólk án atvinnu á að geta að sótt sér menntun og færni sam­hliða atvinnu­leit, án þess að það skerði bóta­rétt.
 9. Látum samn­inga taka við af samn­ing­um: Það verður að bæta vinnu­brögð og sam­skipti á vinnu­mark­aði í kringum kjara­samn­inga. Ómark­viss vinnu­brögð sem ein­kenn­ast meðal ann­ars af töfum og hót­unum koma niður á lífs­gæðum okkar allra. Ég styð heils­hugar mark­mið og ádrepur rík­is­sátta­semj­ara um að vinnu­reglan eigi að vera sú að samn­ingar taki við af samn­ing­um. En við verðum að byrja strax og vanda vel til verka. Und­ir­bún­ingur okkar hjá BHM fyrir næstu kjara­lotu er þegar haf­inn. Sam­talið þarf að hefj­ast sem fyrst.

Stuðn­ing við margt af því sem hér er upp talið má finna í kosn­inga­lof­orðum flestra þeirra stjórn­mála­flokka hverra full­trúar voru kosnir á þing í gær. Það er rétt rúm­lega ár í að samn­ingar renni út á almenna mark­aðnum og eitt og hálft ár í að flestir samn­ingar BHM renni sitt skeið. Sátt á vinnu­mark­aði er grund­völlur stöð­ug­leika í íslensku sam­fé­lagi. Nú skora ég á næstu stjórn að efna þau lof­orð og eiga í skil­virku sam­starfi við heild­ar­sam­tök launa­fólks á næsta kjör­tíma­bili. Við erum til­búin – með sjálf­bærni, sann­girni og sam­vinnu sem leið­ar­ljós.