Húsnæðismál

Húsnæðismarkaðurinn hefur verið óstöðugur upp á síðkastið. Húsnæðisþörf er mikil enda hefur leiguverð rokið upp og fasteignaverð ekki síður. Húsnæðisöryggi er mikilvæg forsenda þess að háskólamenntað fólk vilji búa og starfa á Íslandi.

Úr kafla um húsnæðistmál í stefnu BHM

Ríki og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að greiða fyrir og tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði á viðráðanlegu verði til kaups, leigu eða kaupleigu. Kanna þarf viðhorf og væntingar fólks til húsnæðiskerfisins og finna leiðir til lausna. Miklu skiptir að uppbygging á húsnæðismarkaði sé stöðug til lengri tíma og stuðli að félagslegum fjölbreytileika og blómlegri byggð um allt land.

Auðvelda þarf fyrstu kaup og tryggja tekjulágum húsnæðisbætur. Mikilvægt er að hækka tekjuviðmið innan almenna íbúðakerfisins til að auðvelda háskólafólki aðgengi að öruggu langtímaleiguhúsnæði.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt