Ár togstreitunnar

Í orð­flóru íslensk­unnar má finna orðið tog­streita. Sam­kvæmt íslenskri nútíma­máls­orða­bók merkir það „spennu­þrungið ósam­komu­lag“ eða „ríg­ur“. Við skoðun orða­nets tog­streitu á vef­síðu Árna­stofn­unar má öðl­ast enn betri skiln­ing á þessu orði og merk­ingu þess.

Í mínum huga ein­kennd­ist árið sem er að líða af ýmiss konar tog­streitu. Við ára­mót er ekki laust við að maður finni fyrir henni. Öll upp­lifum við lík­lega blendnar til­finn­ingar þegar horft er til síð­ustu tólf mán­aða.

Tog­streita kóf­s­ins 

Í byrjun árs­ins horfði þjóðin fram á erf­ið­asta tím­ann frá upp­hafi heims­far­ald­urs. Lömun vinnu­mark­aðar og grunn­inn­viða vofði yfir og tveggja ára sam­staða um ssótt­varna­ráð­staf­anir virt­ist rof­in. Kallað var eftir skýrum skila­boðum og stefnu, jafnt úr röðum launa­fólks og atvinnu­rek­enda. Sífellt erf­ið­ara var að rétt­læta harðar ssótt­varna­ráð­staf­anir hjá bólu­settri þjóð.

Bless­un­ar­lega hurfu sótt­varn­ar­að­gerðir ein af annarri á fyrstu vikum árs­ins og ekki reyndi frekar á sam­stöð­una. Líf okkar varð mest­megnis hefð­bundið á ný. Tog­streita tengd COVID-19 lifir þó enn og fólk veltir fyrir sér lang­tíma­af­leið­ing­un­um. Voru sótt­varna­ráð­staf­anir rétt­læt­an­leg­ar? Voru heim­ildir til hafta á frelsi fólks of víð­tækar? Var gengið of langt? Of skammt?

Tog­streita verður stríð

Við höfðum þó varla náð að pakka síð­ustu grímunum aft­ast í kústa­skáp­inn þegar ný óham­ingja dundi yfir heims­byggð­ina. Það hafði lengi legið í loft­inu að lík­lega drægi til tíð­inda á ný í árás­ar­stríði Rúss­lands gegn Úkra­ínu. Banda­ríkja­menn vör­uðu við því bæði beint við stjórn­völd ann­arra ríkja og opin­ber­lega í fjöl­miðl­um. Flest skelltu þó skolla­eyrum við slíkum við­vör­un­um, meira að segja leið­togar Úkra­ín­u.

Upp­haf­lega réð­ist Rúss­land inn í Úkra­ínu vet­ur­inn 2014. Í febr­úar og mars sama ár hernam Rúss­land Krím­skaga og efndi til hern­aðar í aust­ur­hér­uðum Úkra­ínu. Þá var reyndar ekki talið úti­lokað að Rúss­land myndi ganga enn lengra og reyna frek­ari land­vinn­inga. Ekki varð úr því fyrr en átta árum síð­ar­.

Átta ára tog­streita varð að stríði og kyrr­staðan var rofin með afger­andi hætti. Ekki sér fyrir end­ann á stríð­inu, stríði hvers afleið­ingar merkj­ast til Íslands hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Tog­streita kjara­bar­áttu

Í upp­hafi árs­ins náði kaup­máttur sögu­legum hæðum en hefur minnkað um nær 4% síð­an. Tvö­faldur kaup­mátt­ar­bruni í lok sum­ars varð sorg­leg stað­reynd og verð­bólga í sam­floti veru­legra hækk­ana stýri­vaxta komu hart við veski okkar flestra. Í jan­úar 2022 var ekki margt sem benti til þess að erf­iðar kjara­við­ræður væru fram undan þó það lægi fyrir að kjara­samn­ingar á almennum mark­aði myndu renna sitt skeið fyrir árs­lok. Óró­leiki á erlendum mörk­uðum og sögu­legar hækk­anir á inn­lendum fast­eigna­mark­aði bentu þó til þess að blikur væru á lofti.

Við­brögð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar við þess­ari vá var mis­jöfn. Innan ASÍ jókst tog­streita sem áður var lítt dulin og leiddi til þess að þáver­andi for­seti sam­bands­ins fékk nóg og hætti. For­menn félaga innan þess töl­uðu um yfir­vof­andi átök og að bætur fyrir tap laun­þega vegna verð­bólgu og vaxta­hækk­ana yrðu sóttar fast við kjara­samn­ings­borð­ið.

BHM bar gæfu til að fara aðra leið og í stað innri tog­streitu und­an­far­inna ára var ákveðið að ganga saman til við­ræðna við samn­ings­að­ila aðild­ar­fé­laga banda­lags­ins. Fyrst mun reyna á þá sam­stöðu þegar raun­veru­legar við­ræður hefjast, sem verður von­andi sem fyrst á nýju ári. BHM kynnti sam­eig­in­legar meg­in­á­herslur aðild­ar­fé­laga sinna opin­ber­lega í aðdrag­anda við­ræðna.

Þrátt fyrir að haustið hafi borið með sér vísi að átökum á almennum mark­aði hafa flest félög innan ASÍ náð samn­ingum við atvinnu­rek­endur á síð­ustu vik­um. Þegar þetta er skrifað hafa fyrstu samn­ingar þegar hlotið sam­þykki félags­fólks og nú lítur út fyrir að meiri­háttar átökum á vinnu­mark­aði hafi verið afstýrt um sinn. Það á þó eftir að semja við eitt stórt félag sem hvorki er þekkt fyrir eft­ir­gjöf né átaka­fæln­i.

Tog­streita á nýju ári

Þó það sé frið­væn­legra á íslenskum vinnu­mark­aði um sinn eru ekki öll kurl kom­inn til graf­ar. Erf­ið­asti hjall­inn er lík­lega enn eftir á almennum mark­aði og allir samn­ingar á þeim opin­bera eru lausir í lok mars. Það hvílir því mikil ábyrgð á okkur sem eigum eftir að semja.

Áskor­anir eru marg­ar. Reglu­lega er því haldið fram að opin­berir starfs­menn séu farnir að leiða launa­þró­un. Það er rangt. Þvert á móti hefur verið til­hneig­ingin und­an­farin ár að færa starfs­kjör hjá hinu opin­bera nær þeim sem bjóð­ast á almennum mark­aði. Þó rang­færslan sé leið­rétt og mót­mælt hentar það hags­munum ein­hverra að halda áfram að tala með þessum hætti. Óneit­an­lega hefur það leitt af sér ákveðna tog­streit­u.

Stað­reyndin er að á opin­berum vinnu­mark­aði, og þá ­sér­stak­lega hjá sveit­ar­fé­lög­um, tíðkast van­virð­ing við vinnu­fram­lag. Einkum meðal þeirra starfs­greina sem krefj­ast sér­fræði­þekk­ingar og er fyrst og fremst sinnt af kon­um. Þarna er leið­rétt­ing löngu tíma­bær. Stað­reyndin er líka að slík leið­rétt­ing er bæði bundin í lög og samn­inga en staðið hefur á efnd­um. Þeirra verður ekki beðið leng­ur. Sú tog­streita verður ekki leyst nema á einn veg - að orð skulu standa.

Illu heilli sér ekki fyrir end­ann á stríðs­rekstri í Úkra­ínu. Minni líkur eru til lausnar þar en frið­ar­vonir á íslenskum vinnu­mark­aði. Áhrifa stríðs­ins mun því áfram gæta á erlendum mörk­uðum sem aftur hefur áhrif hingað heim. Leiðin til lausnar þar er hins vegar að láta hvergi deigan síga í stuðn­ingi okkar við Úkra­ínu og íbúa þess í bar­áttu fyrir til­vist sinni og frelsi, heldur bæta í.

Tog­streitan milli lýð­ræðis og ein­ræð­is, frelsis og ánauð­ar, virð­ingar og hrokans lifir því miður enn. Von­andi ber okkur Íslend­ingum hins vegar gæfa til að sam­ein­ast réttum megin þeirrar víg­línu á nýju ári. Tog­streita milli ólíkra hags­muna getur verið hreyfi­afl til góðs og leitt til ákveð­ins jafn­vægis og sann­gjarnra mála­miðl­ana. Jafn­vel þegar gerð samn­inga lýk­ur, því á end­anum þarf jú alltaf að semja, halda verk­efnin áfram. Og þau eru ærin.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 28.12.2022

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt