Aukning á styrkveitingum Starfsþróunarseturs
16. nóvember 2022
Styrkir sem Starfsþróunarsetur háskólamanna úthlutar hafa hækkað umtalsvert á þessu ári. Styrkir á fyrstu níu mánuðum ársins eru nú þegar orðnir hærri en styrkir fyrir allt árið í fyrra.
Á fyrstu níu mánuðum ársins voru greiddir út styrkir sem námu tæplega 511 milljónum króna. Allt árið 2019 voru styrkgreiðslur samtals 459 milljónir. Árin 2020 og 2021 voru greiddar u.þ.b. 200 milljónir á ári.