Aukning á styrkveitingum Starfsþróunarseturs

Styrkir sem Starfsþróunarsetur háskólamanna úthlutar hafa hækkað umtalsvert á þessu ári. Styrkir á fyrstu níu mánuðum ársins eru nú þegar orðnir hærri en styrkir fyrir allt árið í fyrra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru greiddir út styrkir sem námu tæplega 511 milljónum króna. Allt árið 2019 voru styrkgreiðslur samtals 459 milljónir. Árin 2020 og 2021 voru greiddar u.þ.b. 200 milljónir á ári.

Ástæður þessarar aukningar eru margþættar en þær sem vega þyngst eru:

  • Uppsöfnuð þörf einstaklinga, stofnana og aðildarfélaga til markvissrar starfsþróunar í kjölfar COVID-19.
  • Fjöldi ráðstefna og staðbundinna námskeiða hefur aukist gríðarlega samhliða afléttingu ferðatakmarkana.
  • Breyttar úthlutunarreglur gáfu meiri möguleika.
  • Kynningarátak í maí og júní vakti athygli.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt