
„Við erum mjög ánægð að fá Björgu til liðs við okkur. Björg býr yfir fjölbreyttri reynslu af almennum og opinberum vinnumarkaði, sem stjórnandi, í almannatengslum og sérfræðingur í fjármálum stofnana og fyrirtækja. Hún hefur leitt breytingastjórnun, stýrt teymum með fjölbreyttan bakgrunn og býr að reynslu í samskiptum við margvíslega hagaðila,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM.
Björg kemur til BHM frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf, þar sem hún stjórnaði fjölþjóðlegu teymi í upplýsingadeild samtakanna. Hún var áður sviðsstjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi þar sem hún fór meðal annars fyrir tekjuöflun og kynningarmálum.
Björg var verkefnastjóri í fjárfestingateymi KPMG, gengdi starfi fjárfestingastjóra hjá Arev verðbréfafyrirtæki og var viðskiptastjóri við MP banka. Hún var einnig fyrsti framkvæmdastjóri DeaMedica og stjórnaði uppbyggingu fyrirtækisins, sem rekur hátækni skurð- og læknastofur. Þá starfaði hún sem sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og var verkefnastjóri í frammistöðumati hjá ríkisendurskoðanda.
Björg er menntuð í sálfræði, sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendamarkþjálfun og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk meistaragráðu í aðferðafræði frá Maastricht University.
Björg er gift Benedikt Stefánssyni forstöðumanni fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech og eiga þau þrjá syni.
Tengdar færslur
- 16. apríl 2025
Páskalokun hjá BHM
- 9. október 2024
Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán
- 11. september 2024
Eru sérfræðingar reiðubúnir fyrir notkun gervigreindar á vinnustöðum?
- 23. ágúst 2024
Starf framkvæmdastjóra BHM laust til umsóknar
- 4. júlí 2024
Starfshópur um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslu námslána
- 21. maí 2024
Nýir fulltrúar í framkvæmdastjórn BHM