Aðalfundur BHM lýsir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir BSRB félaga gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga. BHM styður afdráttarlaust kröfu BSRB um jafnrétti á vinnumarkaði og sömu launa fyrir sömu eða sambærileg störf. Við stöndum saman í jafnréttisbaráttu á breiðum grunni. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur er meinsemd sem verður að uppræta.