BHM fagnar 65 ára afmæli

Í dag fagnar BHM 65 ára afmæli en mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að bandalagið var stofnað.

Þann 23. október árið 1958 var haldinn stofnfundur Bandalags háskólamanna. Í fyrstu hét bandalagið reyndar Bandalag háskólamenntaðra manna en nafninu var breytt á aðalfundi árið 1959. Á stofnfundinn mættu 11 félög háskólamenntaðra stétta og innan þeirra voru því sem næst 1.200 félagsmenn. Fjölmennast var Verkfræðingafélag Íslands, með tæplega 293 félagsmenn, og fámennast var Félag íslenskra sálfræðinga með tíu félaga.

Aðildarfélög BHM eru í dag 28 talsins og félagsfólk þeirra telur um 18.000 manns. Bandalagið hefur vaxið og dafnað í áranna rás í kringum það meginhlutverk sitt að standa vörð um og efla samstöðu um hagsmuni háskólamenntaðra á vinnumarkaði. BHM sendir aðildarfélögum sínum og félagsfólki þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt