
Launamunur kynjanna er kerfislægt vandamál. Konur eru enn með rúmlega 21% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar og skýrist launamunurinn að miklu leyti af kynjaskiptum vinnumarkaði og vanmati á framlagi kvenna. Laun stétta þar sem konur eru í meirihluta eru lægri en í öðrum sambærilegum störfum og með þeim lægstu á vinnumarkaði. En hvað getum við gert til að bæta úr þessu? Hvernig endurmetum við virði kvennastarfa?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, formaður jafnréttisefndar BHM, munu leitast við að svara þessum spurningum og fleirum á fundinum. Viðburðurinn verður haldinn í Viðburðatjaldi 1.
Fundi fólksins er ætlað að skapa vandaðan vettvang þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálafólks, heildarsamtaka launafólks og frjálsra félagasamtaka, þar sem lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstefið.
Tengdar færslur
15. apríl 2025Takk fyrir að vera fyrirmynd!
7. febrúar 2025Átta staðreyndir um opinbert starfsfólk
21. október 2024Björg Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri BHM
9. október 2024Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán
25. september 2024Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks
19. september 2024Flutningur á gagnagrunnum BHM milli hýsingaraðila