Gunnlaugur Briem nýr varaformaður BHM

Gunnlaugur Már Briem var kjörinn varaformaður BHM á aukaaðalfundi bandalagsins sem fram fór í dag.

Gunnlaugur er formaður Félags sjúkraþjálfara.

Eftir aðalfund BHM í maí var ákveðið að boða til aukaaðalfundar þar sem Kolbrún Halldórsdóttir, þá varaformaður bandalagsins, tók við stöðu formanns á fundinum.

Framboðsnefnd BHM auglýsti eftir framboðum í embætti varaformanns í sumar. Eitt framboð barst, frá Gunnlaugi, og telst hann því sjálfkjörinn varaformaður BHM fram að næsta aðalfundi árið 2024.

Við óskum Gunnlaugi innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt