Gunnlaugur Briem nýr varaformaður BHM
20. september 2023
Gunnlaugur Már Briem var kjörinn varaformaður BHM á aukaaðalfundi bandalagsins sem fram fór í dag.
Gunnlaugur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Gunnlaugur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Eftir aðalfund BHM í maí var ákveðið að boða til aukaaðalfundar þar sem Kolbrún Halldórsdóttir, þá varaformaður bandalagsins, tók við stöðu formanns á fundinum.
Framboðsnefnd BHM auglýsti eftir framboðum í embætti varaformanns í sumar. Eitt framboð barst, frá Gunnlaugi, og telst hann því sjálfkjörinn varaformaður BHM fram að næsta aðalfundi árið 2024.
Við óskum Gunnlaugi innilega til hamingju og hlökkum til samstarfsins.