FÍN sendir kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu

Kær­an byggir á því að FÍN og fé­lags­maður þess hafi í dóms­máli, sem rekið var fyr­ir Fé­lags­dómi ný­verið, ekki hlotið rétt­láta málsmeðferð fyr­ir dóm­stóln­um.

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) hefur ritað Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) kæru vegna skipunar Félagsdóms, sem stéttarfélagið telur að brjóti í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Telur FÍN að það fyrirkomulag í íslenskum lögum að Hæstiréttur tilnefni meirihluta dómara Félagsdóms feli í sér brot á reglu mannréttindasáttmálans sem ætlað er að tryggja sjálfstæðan, óháðan og óvilhallan dómstól.

Kær­an bygg­ist á því að FÍN og fé­lags­maður þess hafi í dóms­máli, sem rekið var fyr­ir Fé­lags­dómi ný­verið, ekki hlotið rétt­láta málsmeðferð fyr­ir dóm­stóln­um, líkt og lög­fest er með mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Dóms­málið háði FÍN gegn ís­lenska rík­inu.

Tel­ur FÍN að brota­lam­ir á rétt­látri málsmeðferð hafi fal­ist í að Fé­lags­dóm­ur sé ekki sjálf­stæður, óháður og óvil­hall­ur dóm­stóll í skiln­ingi sátt­mál­ans. Bent er á að sam­kvæmt lög­um séu þrír af fimm dómur­um Fé­lags­dóms skipaðir sam­kvæmt til­nefn­ingu Hæsta­rétt­ar, en eng­in sér­stök laga­ákvæði gildi um fyr­ir­komu­lag til­nefn­inga, ólíkt því sem gild­ir um skip­an­ir dóm­ara við aðra dóm­stóla. Til­nefn­inga­ferlið sé því al­gjör­lega ógagn­sætt.

Vísað er til þess í kær­unni að GRECO, alþjóðleg spill­ing­ar­nefnd, hafi haft uppi efa­semd­ir um skip­un­ar­ferlið í skýrslu sem gef­in var út í mars árið 2013. Til­tekn­ir dóm­ar og úr­sk­urðir Fé­lags­dóms sæti kæru til Hæsta­rétt­ar dragi öll af­skipti Hæsta­rétt­ar, bein og óbein, af skip­an dóm­ara við Fé­lags­dóm, úr þeirri trú sem al­menn­ing­ur hef­ur á sjálf­stæði Fé­lags­dóms.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt