Brennur þú fyrir kjarabaráttu?

Langar þig að láta til þín taka í starfi BHM? Nú er tækifærið.

Framboðsnefnd BHM óskar eftir tilnefningum í framkvæmdastjórn BHM, nefndir bandalagsins og stjórnir sjóða. Framboðsfrestur er til og með 26. apríl 2023 nema annað sé tekið fram.

Formaður BHM

Auglýst er eftir frambjóðendum til formanns BHM. Formaður er kosinn sérstaklega í rafrænni kosningu fyrir aðalfund til tveggja ára. Bent er á að samkvæmt lögum BHM getur formaður BHM ekki setið í stjórnum aðildarfélaga bandalagsins né sinnt öðrum trúnaðarstörfum fyrir aðildarfélag.

Framkvæmdastjórn BHM

Auglýst er eftir frambjóðendum í eftirtalin embætti í framkvæmdastjórn BHM.

  • Tveir meðstjórnendur.
  • Einn varamaður.

Aðalfundarfulltrúar kjósa í framangreind embætti til tveggja ára í rafrænni kosningu sem fram fer fyrir aðalfund. Kjörgengir í framkvæmdastjórn BHM eru allir þeir félagar í BHM sem sitja í stjórnum aðildarfélaga BHM. Þó má aldrei sitja í framkvæmdastjórn BHM fleiri en einn fulltrúi hvers félags, að frátöldum formanni.

Framboðsnefnd

Auglýst er eftir frambjóðendum í eftirtalin embætti innan framboðsnefndar BHM.

  • Tveir fulltrúar.
  • Einn varafulltrúi.

Skipunartímabil nefndarfulltrúa og varafulltrúa er tvö ár og eru fulltrúar nefndarinnar kosnir á aðalfundi BHM sem haldinn verður 25. maí 2023.

Kjörstjórn

Auglýst er eftir frambjóðendum í eftirtalin embætti innan kjörstjórnar BHM.

  • Einn fulltrúi.
  • Einn varafulltrúi.

Skipunartímabil nefndarfulltrúa og varafulltrúa er tvö ár og eru fulltrúar nefndarinnar kosnir á aðalfundi BHM sem haldinn verður 25. maí 2023.

Fastanefndir BHM

Innan BHM starfa tvær fastanefndir, kjaranefnd og jafnréttisnefnd, sem formannaráð BHM skipar í á fyrsta fundi sínum upp úr aðalfundi BHM.

Auglýst er eftir frambjóðendum í eftirtalin embætti innan jafnréttisnefndar BHM.

  • Tveir fulltrúar.
  • Einn varafulltrúi.

Auglýst er eftir frambjóðendum í eftirtalin embætti innan kjaranefndar BHM.

  • Tveir fulltrúar.
  • Einn varafulltrúi.

Sjóðir BHM

Í umboði sjóða BHM kallar framboðsnefnd BHM eftir framboðum í eftirtalin embætti innan sjóðstjórna sjóða BHM.

Starfsmenntunarsjóður BHM

  • Einn aðalfulltrúi sem kosinn verður til tveggja ára á aðalfundi BHM.

Orlofssjóður BHM

  • Formaður sjóðstjórnar sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Varaformaður sjóðstjórnar sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Þrír meðstjórnendur sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Tveir varamenn sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Tveir skoðunarmenn reikninga sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Tveir varamenn skoðunarmanna reikninga sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.

Hægt er að gefa kost á sér til framangreindra framboða fram að fulltrúaráðsfundi sjóðsins.

Styrktarsjóður BHM

  • Formaður sjóðstjórnar sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Varaformaður sjóðstjórnar sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til eins árs.
  • Einn meðstjórnandi sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Tveir meðstjórnendur sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til eins árs.
  • Varamaður sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Varamaður sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til eins árs.
  • Skoðunarmaður reikninga sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Skoðunarmaður reikninga sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til eins árs.
  • Varamaður skoðunarmanna reikninga sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til tveggja ára.
  • Varamaður skoðunarmanna reikninga sem kosinn er á fulltrúaráðsfundi sjóðsins til eins árs.

Framboðsfrestur er til og með 27. mars 2023.

Sjúkrasjóður BHM      

  • Tveir meðstjórnendur sem kosnir eru á fyrsta formannaráðsfundi BHM upp úr aðalfundi BHM.

Hægt er að gefa kost á sér fram að fundi formannaráðs BHM sem skipar í embættin.

Vinsamlegast sendið tilnefningar á frambodsnefnd@bhm.is.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt