Hinsegin vinnumarkaður í Veröld

Samtökin '78, BHM, ASÍ, BSRB kynntu á Hinsegin dögum niðurstöður rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði í Veröld - húsi Vigdísar.

Rannsóknin verður gefin út í haust en hún er unnin í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Fyrsti fasi fól í sér hagrannsókn og spurningakönnun sem framkvæmd var meðal hinseg­in fólks í sumar. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar í tilefni Hinsegin daga.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal forseti ASÍ, Friðrik Jónsson formaður BHM og Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna´78 voru á meðal þeirra sem tóku til máls. Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar og Þorbjörg Þorvaldsdóttir stjórnaði umræðum.

Hér að neðan má skoða myndir frá fundinum sem teknar voru af Haraldi Jónassyni ljósmyndara.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt