Skip to content

Nýr formaður Stéttarfélags lögfræðinga

Jóhann Gunnar Þórarinsson tók við formennsku í Stéttarfélagi lögfræðinga á aðalfundi félagsins 16. mars

Hann var sjálfkjörinn og tekur við embættinu af Öldu Hrönn Jóhannsdóttir sem hefur sinnt formennsku í félaginu frá árinu 2008.

Jóhann Gunnar hefur starfað við hlið Öldu Hrannar sem varaformaður SL undanfarin ár. Hann hefur einnig gegnt embætti varaformanns BHM, setið í sat í kjara- og réttindanefnd BHM og í stjórn Lánasjóðs námsmanna (LÍN). Hann er með B.A. og Mag. Jur. gráður frá HÍ og M.A. í evrópskri viðskiptalögfræði frá Háskólanum í Lundi.

Jóhann Gunnar starfar sem fagstjóri leyfisveitinga og eftirlits með gististöðum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.