Kolbrún verður nýr formaður BHM
Síðasta árið hefur Kolbrún verið varaformaður BHM auk þess sem hún er formaður Félags leikstjóra á Íslandi.
Síðasta árið hefur Kolbrún verið varaformaður BHM auk þess sem hún er formaður Félags leikstjóra á Íslandi.
Kolbrún var ein í framboði til formanns og er því sjálfkjörin. Framboðsfrestur rann út 26. apríl. Samkvæmt lögum BHM er formaður bandalagsins kjörinn annað hvert ár í aðdraganda aðalfundar af fulltrúum sem aðildarfélögin tilnefna til setu á fundinum.
Kolbrún hefur fjölbreytta starfsreynslu á vettvangi stjórnmála, félagasamtaka, menningar, fjölmiðla og lista, auk þess sem hún hefur starfað sem leikstjóri, dagskrárstjóri og verkefnastjóri.
Kolbrún sat á þingi frá 1999 - 2010 og var umhverfisráðherra og ráðherra norrænnar samvinnu árið 2009.
Kolbrún hefur gegnt embætti forseta BÍL - bandalags íslenskra listamanna um árabil auk þess að hafa verið bæði formaður stjórnar og formaður Félags leikstjóra á Íslandi.