Sýningin Mennt var máttur er opin í Smáralind

Landssamtök íslenskra stúdenta og BHM standa sameiginlega að sýningunni Mennt var máttur sem er aðgengileg almenningi í Smáralind helgina 6. – 8. október.

Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á vanköntum námslánakerfisins og afleiðingum þeirra fyrir stúdenta, háskólamenntaða, íslenskan vinnumarkað og samfélagið í heild. Þá hefur sýningin það markmið að þrýsta á stjórnvöld að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána.

Að gefnu tilefni hafa Landssamtök íslenskra stúdenta tekið saman yfirlit um annmarka íslenska námslánakerfisins sem brýnt er að bregðast við til að viðhalda og byggja upp þann samfélagslega ávinning sem fram næst með háu menntunarstigi þjóðarinnar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt