Með tilskipuninni öðlast starfsfólk rétt til að fá afhentar upplýsingar frá vinnuveitanda um starfskjör sín samanborið við meðallaun annarra sem vinna sama starf, greint eftir kyni. Umsækjendur um störf sömuleiðis rétt til upplýsinga um launakjör væntanlegra samstarfsfélaga.
Réttindaákvæðum tilskipunarinnar fylgja reglur um skaða- og miskabótaábyrgð vinnuveitanda.
Vinnuveitendum á Íslandi og á öllu EES-svæðinu ber samkvæmt lögum skylda til að greiða konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu eða jafnverðmæt störf. Sú löggjöf byggir að verulegu leyti á jafnréttislöggjöf Evrópusambandsins. Með þessari nýju tilskipun verður hægara um vik að framfylgja þeirri meginreglu á íslenskum vinnumarkaði. Verði tilskipunin innleidd á Íslandi mun það auðvelda íslensku launafólki verulega að fylgjast með hvort því sé mismunað í kjörum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru konur á Íslandi að meðaltali með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar.
Það er afstaða BHM að tilskipunina ætti að innleiða sem fyrst, enda væri þannig stigið stórt skref í átt að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum sem konur sinna í meirihluta.