
Tilgangurinn með gagnagrunninum er að auðvelda launafólki og launagreiðendum og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um kjarasamninga aðgang að ítarlegum upplýsingum um gildandi kjarasamninga, að veita yfirlit yfir hvenær mismunandi samningar renna út og gefa innsýn í margskonar tölfræði varðandi kjarasamningagerðina.
Gagnagrunnurinn er ekki síst mikilvægur vegna þess að stundum kann að vera snúið að nálgast gildandi kjarasamninga og í mörgum tilvikum breytir nýjasti kjarasamningur aðeins hluta af kjörum þeirra sem hann nær yfir – og í gagnagrunninum er hægt að lesa gildandi kjarasamninga í samhengi við fyrri samninga. Upplýsingar í grunninum byggja á kjarasamningum sem til eru hjá ríkissáttasemjara, en skv. lögum er aðilum vinnumarkaðarins skylt að senda ríkissáttasemjara alla gerða kjarasamninga.
Fjórir nemar í Háskóla Íslands unnu að gagnagrunninummeð starfs fólki ríkissáttasemjara.
Tengdar færslur
- 5. júní 2023
Gervigreind fylgja bæði tækifæri og áskoranir
- 2. júní 2023
Ný framkvæmdastjórn BHM
- 2. júní 2023
Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér?
- 30. maí 2023
Myndasyrpa frá aðalfundi BHM
- 26. maí 2023
BHM styður verkfallsaðgerðir BSRB
- 25. maí 2023
Kolbrún tekin við sem formaður BHM