
Tilgangurinn með gagnagrunninum er að auðvelda launafólki og launagreiðendum og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um kjarasamninga aðgang að ítarlegum upplýsingum um gildandi kjarasamninga, að veita yfirlit yfir hvenær mismunandi samningar renna út og gefa innsýn í margskonar tölfræði varðandi kjarasamningagerðina.
Gagnagrunnurinn er ekki síst mikilvægur vegna þess að stundum kann að vera snúið að nálgast gildandi kjarasamninga og í mörgum tilvikum breytir nýjasti kjarasamningur aðeins hluta af kjörum þeirra sem hann nær yfir – og í gagnagrunninum er hægt að lesa gildandi kjarasamninga í samhengi við fyrri samninga. Upplýsingar í grunninum byggja á kjarasamningum sem til eru hjá ríkissáttasemjara, en skv. lögum er aðilum vinnumarkaðarins skylt að senda ríkissáttasemjara alla gerða kjarasamninga.
Fjórir nemar í Háskóla Íslands unnu að gagnagrunninum með starfsfólki ríkissáttasemjara.
Tengdar færslur
15. apríl 2025Takk fyrir að vera fyrirmynd!
7. febrúar 2025Átta staðreyndir um opinbert starfsfólk
21. október 2024Björg Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri BHM
9. október 2024Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán
25. september 2024Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks
19. september 2024Flutningur á gagnagrunnum BHM milli hýsingaraðila
